UNICEF á Íslandi
UNICEF á Íslandi

Kynningarstjóri

Landsnefnd UNICEF á Íslandi leitar að öflugum, skapandi og framsæknum kynningarstjóra til að leiða miðlun og skýr skilaboð um verkefni og áherslur UNICEF í þágu barna. Kynningarstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra, stýrir kynningarteymi og starfar náið með öðrum teymisstjórum og starfsfólki landsnefndarinnar. Starfið felur jafnframt í sér samskipti við starfsfólk UNICEF um allan heim og ábyrgð á réttri meðferð vörumerkisins UNICEF.

Við leitum að einstaklingi sem hefur ástríðu fyrir réttindum barna og brennur fyrir skýrum skilaboðum í síbreytilegu landslagi miðlunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Gæði, skýrleiki og samræmi í kynningarstarfi UNICEF á Íslandi og á öllum miðlum þess.
  • Stjórnun, áætlanir og mælikvarðar kynningarteymis.
  • Samskipti við fjölmiðla.
  • Meðferð vörumerkis.
  • Stuðningur við átaksverkefni og málsvarastarf landsnefndarinnar.
  • Stefnumótun og þátttaka í stjórnendateymi.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í samskiptum, miðlun og markaðsstarfi.
  • Umtalsverð þekking og reynsla af miðlun, almannatengslum og markaðssetningu.
  • Haldbær reynsla af efnisgerð fyrir sjónvarp, vef og samfélagsmiðla.
  • Reynsla af stjórnun, stefnumótun og mannaforráðum.
  • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
  • Reynsla af alþjóðastarfi er kostur.
  • Áhugi á réttindum barna og málsvarastarfi.
  • Jákvætt hugarfar og sjálfstæð vinnubrögð.
Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur7. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 75, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar