Klínískur fagaðili í sálfræði, félagsráðgjöf, hjúkrun á BUGL
Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) vill ráða til starfa reyndan klínískan fagaðila í félagsráðgjöf, hjúkrun eða sálfræði með viðamikla þekkingu á og reynslu af veitingu geðheilbrigðisþjónustu og/ eða þjónustu við börn og fjölskyldur. Leitað er eftir einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni, faglegan metnað og áhuga á að vinna þverfaglega með börnum og fjölskyldum sem þarfnast 3. stigs geðheilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir aðkomu að þjálfun og handleiðslu starfsfólks og nema, einnig umbótastarfi. Starfið býður upp á fjölbreytta möguleika á klínískri starfsþróun. Unnið er í dagvinnu. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
BUGL samanstendur af tveimur deildum á Landspítala, legudeild og göngudeild. Þar starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi þar sem vinnuvikan er 36 klst. Á deildunum er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð geðheilbrigðisþjónusta við börn og 18 ára aldri. Unnið er í þverfaglegum teymum að greiningu og meðferð og mikil samvinna er höfð við fagaðila í nærumhverfi. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á styttingu biðtíma.