

Iðnaðarmaður á þjónustumiðstöð
Mannvirkja- og umhverfissvið Árborgar leitar eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi í góðan hóp starfsmanna þjónustumiðstöðvar. Iðnaðarmaður í þjónustumiðstöð er hluti af öflugu teymi sem sér um allan rekstur, umhirðu og viðhald á landi og fasteignum sveitarfélagsins. Meðal verkefna teymisins er viðhald á eignum sveitarfélagsins, minni háttar nýframkvæmdir ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum vegna þjónustu við íbúa, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins.
Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1100 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Umsjón með viðhaldsframkvæmdum í umboði þjónustufulltrúa eignadeildar
- Allt almennt viðhald sem fylgir fasteignum
- Viðhald leiktækja
- Viðhald götugagna s.s bekkja
- Önnur tilfallandi verkefni sem heyra undir þjónustumiðstöð
- Sveinsbréf í trésmíðum, meistararéttindi er kostur
- Hæfni og reynsla til að bregðast við ófyrirséðum tilfallandi verkefnum tengdum viðhaldi fasteigna
- Ökuréttindi
- Hæfni og geta til að meta ástand fasteigna ásamt því að leiðbeina og aðstoða aðra fagmenn um viðhaldsþörf
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Íslenska










