Sigló Hótel
Sigló Hótel
Sigló Hótel

Hótelstjóri

Keahótel leitar að öflugum og framsæknum leiðtoga í starf hótelstjóra á Sigló hótel á Siglufirði. Starfið felur í sér umsjón með daglegum rekstri hótelsins ásamt ábyrgð á þjónustu og gæðum á einu glæsilegasta hóteli landsins.


Sigló Hótel er í rekstri Keahótela ehf. og er staðsett í hjarta Siglufjarðar við höfnina. Hótelið er í nálægð við menningararf Siglufjarðar, Síldarminjasafnið, og býður upp á stórbrotið útsýni yfir fjörðinn. Sigló Hótel býr yfir einstaklega fallegri hönnun sem hefur hlotið mikið lof ferðamanna og er hótelið þekkt fyrir gæði og framúrskarandi þjónustu þar sem upplifun gesta er höfð í fyrirrúmi.

Hótelið er með 68 herbergi þar á meðal lúxusherbergi og svítur.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með daglegum rekstri hótelsins
  • Eftirlit með þjónustu og gæðastjórnun
  • Umsjón með starfsmannamálum, mannaflaþörf og þjálfun starfsmanna
  • Viðhalda góðum starfsanda
  • Ná settum markmiðum í rekstri hótelsins
  • Rekstur og viðhald fasteignar í samstarfi við húseiganda
  • Náið samstarf við sölu- og markaðsdeild

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Starfsreynsla á sviði stjórnunar og reksturs
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og mikil þjónustulund
  • Fjármálalæsi og greiningarhæfni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra starfsmenn til árangurs
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi


Keahótel rekur tíu hótel sem eru Hótel Borg, Sand Hótel, Apótek Hótel, Skuggi Hótel, Storm Hótel og Reykjavík Lights í Reykjavík, Hótel Kea á Akureyri, Sigló Hótel á Siglufirði, Hótel Grímsborgir og Hótel Kötlu í Vík í Mýrdal.


Keahótel er spennandi vinnustaður þar sem starfar samheldinn hópur með fjölbreyttan bakgrunn. Við leggjum áherslu á gott viðmót, þjónustulund, metnað, hæfni, og frumkvæði með það að leiðarljósi að skapa eftirsóknarvert og skilvirkt vinnuumhverfi og ánægða viðskiptavini.


Sjá nánar um Sigló Hótel hér

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 25. janúar

Auglýsing birt7. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Snorragata 3, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.CRMPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.TölvuöryggiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ZendeskPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar