
SINDRI
Sindri flytur inn og selur verkfæri, vinnuföt , loftpressur, og festingavörur frá þekktum framleiðendum s.s. Atlas Copco, DeWalt, Blaklader, Contracor, Toptul, Fabory og Ridgid.
Í dag bíður Sindri uppá allt sitt vöruúrval á einum stað að Smiðjuvegi 11 undir merkjum Sindra en vörur frá Sindra eru einnig fáanlegar í verslunum Johan Rönning á Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi og í Reykjanesbæ.
Fyrirtækið var stofnað 1949 af Einari Ásmundssyni og fjölskyldu hans með það markmið að flytja inn stál, byggingavörur og verkfæri fyrir ört vaxandi byggingarmarkað á Íslandi. Á þessum tíma hefur fyrirtækið á eignast stóran hóp traustra viðskiptavina en helstu viðskiptavinir Sindra eru iðnfyrirtæki, verkstæði og einstaklingar.

Hópstjóri á þjónustuverkstæði Sindra
Sindri óskar eftir að ráða hópstjóra á þjónustuverkstæði sitt að Smiðjuvegi í Kópavogi.
Hjá Sindra er lögð áhersla á jákvætt starfsumhverfi þar sem upplifun viðskiptavinarins er sett í fyrirúm.
Í boði er fjölbreytt og lifandi starf sem krefst góðra samskiptahæfileika og jákvæðs viðmóts.
Við hvetjum áhugasama að sækja um, óháð aldri, kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til 27.nóvember
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stýring og skipulag þjónustuheimsókna og framleiðslu.
- Yfirfara verkbeiðnir og útskrift reikninga
- Samskipti við aðrar deildir fyrirtækisins
- Móttaka og umsjón með lager
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf t.d í rafvirkjun, vélvirkjun og /eða reynsla úr sambærilegu starfi er kostur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Rík þjónustulund
- Stundvísi og góð framkoma
- Geta sýnt frumkvæði og unnið sjálfstætt
- Góð tölvukunnátta
- Snyrtimennska
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Samgöngustyrkur
- Öflugt félagslíf
Að auki bjóðum við:
- Góðan vinnustað þar sem lögð er rækt við vellíðan og vöxt starfsfólks
- Góða vinnufélaga og góðan starfsanda
- Árlega heilsufarsskoðun og heilsueflingu
- Afsláttarkjör af vörum félagsins
- Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur27. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiFrumkvæðiJákvæðniRafvirkjunStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Skoðunarmaður óskast !
Tékkland bifreiðaskoðun

Device Specialist
DTE

Framleiðslusérfræðingur í skautsmiðju / Process Engineer in the Rodshop
Alcoa Fjarðaál

Vélvirki / Vélstjóri
Heimar

MIKIL VINNA FRAMUNDAN
Kæling Víkurafl

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Reykjanesi
Frumherji hf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun á Akureyri
Frumherji hf

Stöðvarstjóri á Akureyri
Frumherji hf

Vélvirkjar með reynslu í skotbómulyfturum
N-Verkfæri ehf

Tæknimaður
Newrest Group

Vélvirki
Steypustöðin

Starfsmaður á þjónustustöð á Hólmavík
Vegagerðin