
Tanni ferðaþjónusta ehf.
Tanni Travel er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem starfar í hópferðaflutningum og ferðaþjónustu á Austurlandi.
Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar ferðir, bæði skipulagðar hópferðir og sérsniðnar ferðir, auk almennrar hópferðaþjónustu. Tanni Travel sinnir akstri fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð og Alcoa Fjarðaál, sem eru sterkar stoðir í rekstrinum.
Fyrirtækið hefur frá upphafi starfað allt árið. Fjöldi bíla í rekstri eru 18 talsins, 4-63 sæta. Að auki skipuleggur fyrirtækið gönguferðir og aðra afþreyingu fyrir hópa, sem og að koma á framfæri og selja afþreyingu samstarfsaðila á heimasíðunni. Tanni Travel hefur fullgild leyfi ferðamálastofu sem ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi.
Starfsfólk okkar er með fjölbreyttan bakgrunn og við leggjum mikið upp úr því að öllum líði vel í vinnunni, það fái rými til að dafna og að styrkleikar hvers og eins nýtist sem best.
Gildi fyrirtækisins eru ábyrgð, virðing, fagmennska og gleði.
Hópferðabílstjóri
Starfsmannaakstur til og frá Breiðdalsvík í álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð.
Unnið er á vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
* Akstur til og frá álveri
* Umsjón, þrif og umhirða bifreiða
* Vinna samkvæmt umhverfis-, öryggis- og gæðastöðlum
fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
* Aukin ökuréttindi D og réttindi til aksturs í atvinnuskyni (95)
* Reynsla af akstri stórra ökutækja (kostur)
* Hreint sakavottorð
* Íslensku- eða enskukunnátta
* Vilji til að vinna með okkur að umbótum og breytingum á
verklagi ef þörf er á
* Ábyrg vinnubrögð, jákvætt viðmót og virðing í samskiptum.
Auglýsing birt26. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaValkvætt
EnskaValkvætt
Staðsetning
Strandgata 14, 735 Eskifjörður
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSkyndihjálpStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar

