Hjúkrunarfræðingur í Þorraseli
Þorrasel leitar af hjúkrunarfræðingi til starfa. Þorrasel er almenn dagdvöl fyrir eldra fólk með áherslu á hlýleg samskipti. Í Þorraseli er boðið upp á fjölbreytta tómstundaiðju og aðra virkni svo sem stólaleikfimi og göngutúra. Þar fer einnig fram ýmis skemmtun. Í boði er morgunmatur, hádegismatur og síðdegiskaffi. Í Þorraseli er góð hvíldaraðstaða og hægt er að fá aðstoð við böðun. Sjúkraþjálfun er í boði fyrir fólk sem er með beiðni frá lækni um slíka þjónustu. Notendur eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis. Þjónustan er ætluð eldra fólki og öryrkjum. Það er rými fyrir 50 gesti í Þorraseli.
Gildi Þorrasels eru Virðing, Viðmót, Virkni og Vellíðan. Við leggjum áherslu á metnað í starfi, fagleg vinnubrögð og virðingu fyrir hverjum og einum.
Þorrasel er við Vesturgötu í Reykjavík og stutt í samgöngur.
- Almennt heilsufarseftirlit: mat á hjúkrunarþörf
- Sinnir og ber ábyrgð á almennum hjúkrunarverkum
- Stuðningur við gesti, aðstandendur og starfsfólk
- Ábyrgð á að framfylgja stefnu deildarinnar og samskiptasáttmála
- Gerð hjúkrunarbréfa vegna hvíldarinnlagna og færni- og heilsufarsmats
- Ber ábyrgð á innskriftum
- Samskipti við aðrar viðeigandi stofnanir
- Ýmis starfsmannamál í samvinnu við forstöðumann
- Afleysing forstöðumanns
- Hjúkrunarfræðingur með íslenskt hjúkrunarleyfi
- Íslenskukunnátta á stig C1 í samræmi við samevrópskan tungumálaramma
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði í starfi, þolinmæði og jákvætt viðhorf
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.