Heilsuhúsið
Heilsuhúsið

Heilsuhúsið Kringlunni - þjónusta og ráðgjöf

Heilsuhúsið í Kringlunni leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í þjónustu- og afgreiðslustarf. Um er að ræða framtíðarstarf í hlýlegu og uppbyggilegu umhverfi þar sem aðaláherslan er á faglega þjónustu og ráðgjöf um heilbrigðan lífsstíl.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Fagleg þjónusta við viðskiptavini
  • Ráðgjöf um val á heilsuvörum
  • Afgreiðsla og móttaka vara
  • Áfyllingar og uppsetning vara í verslun
  • Umhirða og þrif í verslun

Hvaða hæfni þarft þú að hafa?

  • Góða samskiptahæfni og ríka þjónustulund
  • Áhuga á heilbrigðum lífsstíl
  • Góða íslensku- og enskukunnáttu
  • Reynslu af verslunarstörfum (kostur)
  • Þekkingu og/eða reynslu af heilsuvörum (kostur)

Starfið:

Um er að ræða u.þ.b. 80% starfshlutfall og er vinnutími breytilegur.

  • Mánudaga og þriðjudaga 12:00-18:30
  • Miðvikudaga og fimmtudaga 10:00-17:00
  • Föstudaga 10:00-17:00 eða 12:00-18:30 (til skiptis)
  • Bakvakt aðra hvora helgi, bæði laugardag og sunnudag

Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Lára Pétursdóttir, umsjónarmaður verslunar, [email protected] | S: 568-9266

Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt27. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kringlan 8-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar