
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Heilsugæsluritari - Hg. Seltjarnarnes og Vesturbær
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að jákvæðum og drífandi heilsugæsluritara til að koma til liðs við okkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júní nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Á Heilsugæslunni starfar sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ritar sjúkraskýrslur, tilvísanir og vottorð í sjúkraskrárkerfi
- Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun rannsóknarniðurstaðna, læknabréfa, frágangi gagna o.fl.
- Umsjón með tímafjölda/dagskrá í móttöku
- Aðstoðar við móttöku nýrra starfsmanna
- Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar
- Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
- Meðhöndlun heilbrigðis- og persónuupplýsinga
- Aðstoðar móttökuritara í móttöku
- Ýmis önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Heilbrigðisgagnafræði, nám í heilbrigðisritun eða nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af ritarastarfi skilyrði
- Reynsla af Sögukerfi æskileg
- Reynsla af Heilsugátt kostur
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Þekking á upplýsinga- og skjalastjórnun
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn enskukunnáttu æskileg
- Íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt25. apríl 2025
Umsóknarfrestur12. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurströnd 12, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (1)