

Framkvæmdastýra/stjóri Ljósleiðarans
Viltu leiða Ljósleiðarann á braut tækifæranna?
Við leitum að framsýnum leiðtoga sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í stjórnun og rekstri. Leiðtoga sem býr yfir hæfni til að þróa og byggja upp traust viðskiptatengsl og leiðir með skýrri sýn og ábyrgð í þágu starfsfólks, viðskiptavina og samfélags.
Ljósleiðarinn byggir upp og rekur ljósleiðaranet fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Hjá Ljósleiðaranum sköpum við tækifærin með því að efla menntun, atvinnu, samkeppni og nýsköpun á Íslandi. Áreiðanleg tenging gerir fólki kleift að vinna og læra hvar sem er, taka þátt í nútímasamfélagi og njóta þess sem internetið hefur upp á að bjóða. Þannig styrkjum við tengsl fólks, fyrirtækja og samfélaga og opnum heiminn fyrir viðskiptavinum okkar.
Ljósleiðarinn er hluti af Orkuveitu samstæðunni sem styður vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
- mótun og innleiðing stefnu, framtíðarsýn og tryggja skýra forgangsröðun
- veita daglegum rekstri fyrirtækisins forystu og gæta jafnvægis milli samfélagslegra, fjárhagslegra og umhverfislegra sjónarmiða
- veita starfsfólki ábyrgð og umboð og virkja frumkvæði þess til umbóta
- tryggja þekkingu sem styður við nauðsynlega nýsköpun í rekstri
- stuðla að árangursríkri teymisvinnu og góðum samskiptum við viðskiptavini, starfsfólk og aðra hagaðila
- koma fram fyrir hönd fyrirtækisins og tryggja skilvirkt upplýsingaflæði
- leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða framtíðarsýn
- farsæl reynsla af stjórnun í flóknu rekstrarumhverfi
- áreiðanleiki og hæfni til að sjá og greina heildarmyndina
- hæfni til að leiða viðskiptaþróun og skapa ný tækifæri
- færni í að byggja upp og styrkja viðskiptatengsl
- hæfni til að leiða tækniframfarir sem bæta rekstur og þjónustu
- vinna markvisst að umhverfis-, öryggis-, heilsu- og jafnréttismálum
Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2025. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veita: Dagný Pétursdóttir, stjórnarformaður Ljósleiðarans; [email protected]
Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni; [email protected]

