Nova
Nova
Nova

Framkvæmdastjóri markaðssóknar og sölumála

Ertu strategískur snillingur sem hugsar stærra en stórt? Eru markaðsmál þitt annað tungumál? Hefur þú ástríðu fyrir sölu og framúrskarandi þjónustuupplifun? Ertu valdeflandi leiðtogi með hæfileika í að móta stefnu og hrinda henni í framkvæmd – þá viljum við fá þig í skemmtana- og framkvæmdastjórn Nova!

Við erum á fleygiferð inn í framtíðina og leitum að framsæknum leiðtoga sem er tilbúinn til að drífa áfram markaðs- og sölumál Nova. Þú ræður hvað þú kallar þig: Prómóter, DJ, eða kóreografer – þitt hlutverk verður að stækka dansgólfið.

Sem framkvæmdastjóri markaðssóknar og sölumála muntu leiða hóp úrvals dansara sem spila til að sigra, eru í stöðugri sókn og vilja sífellt leita leiða til að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Við leitum að framsýnni manneskju sem hleypur hratt og vill vera í fararbroddi inn í framtíðina, skorar á og með næmt auga fyrir umbótaverkefnum sem taka okkur ennþá lengra. Þú leiðir sóknarleikinn sem krefst framúrskarandi leiðtogahæfni, drifkrafts og lausnamiðaðrar hugsunar: við viljum sjá glasið hálffullt - og helst með búbblum!

Þú munt spila lykilhlutverk í að skapa sveigjanlega og skilvirka stjórnun, innleiða árangursrík vinnubrögð og halda uppi kúltúr sem hvetur til framúrskarandi árangurs. Í því felst að drífa áfram umbreytingaverkefni sem hjálpar teyminu að spila enn betur saman og undirstrikar mikilvægi samspils milli stefnu, ferla og kúltúrs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greina, móta og innleiða árangursríka markaðs- og sölustefnu og tryggja skýra forgangsröðun.
  • Veita daglegum rekstri markaðs- og sölusviðs forystu.
  • Vera drifkraftur markaðs- og söluvaxtar með upplifun viðskiptavinarins í forgrunni
  • Valdefla Nova liðið, styðja og hvetja áfram í sóknarleiknum
  • Stuðla að árangursríkri liðsheild og framúrskarandi samskiptum við viðskiptavini og aðra hagaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stefnumiðaður leiðtogi sem hefur reynslu af því að styðja starfsfólk til árangurs og ábyrgðar.
  • Árangursrík reynsla af leiðtogahlutverki í markaðs- og sölumálum.
  • Áreiðanleiki og hæfni til að sjá og greina heildarmyndina.
  • Skapandi í hugsun en á sama tíma með auga fyrir tölum
  • Nýsköpunarhugarfar og færni í að stýra breytingum og innleiða nýjungar.
  • Hæfni til að greina og mæta viðskiptalegum áskorunum.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur5. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.MarkaðsgreiningPathCreated with Sketch.MarkaðsmálPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar