JBÓ Pípulagnir ehf.
JBÓ Pípulagnir ehf.
JBÓ Pípulagnir ehf.

Ertu pípari?

Við óskum eftir Pípulagningarmeistara, pípulagningarsvein eða reynslumiklum pípara.

Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugum liðsfélaga í teymið okkar. Við þjónustum einstaklinga, fyrirtæki, verslanir, hús- og bæjarfélög í nýframkvæmdum, viðhaldi og neyðarþjónustu og viljum bæta við okkur einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, lausnamiðaður og traustur í samskiptum.

Við leggjum áherslu á fagmennsku, góða þjónustulund og áreiðanleika.

100% starf og möguleiki á yfirvinnu eftir þörfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Uppsetning, viðhald og viðgerðir á pípulögnum
  • Greina bilanir og framkvæma varanlegar úrbætur.
  • Veita faglega þjónustu og halda uppi góðum samskiptum við viðskiptavini
  • Vinna við nýframkvæmdir og endurbætur á eldri lögnum
  • Tryggja að verklag og öryggiskröfur séu ávallt uppfylltar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistara- eða sveinsréttindi í pípulögnum – eða góð reynsla af vinnu við pípulögnum.
  • Reynsla af pípulögnum, viðhaldi og/eða nýframkvæmdum
  • Góð kunnátta í lestur teikninga og verklýsinga
  • Jákvæðni og fagleg þjónustulund í samskiptum við viðskiptavini
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Bílpróf skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf laun í samræmi við reynslu og hæfni
  • Góðan vinnubúnað og nauðsynleg verkfæri
  • Fjölbreytt verkefni 
  • Gott vinnuumhverfi í sterkum og samhentum hópi
Auglýsing birt2. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Fuglavík 41, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.PípulagningarPathCreated with Sketch.Pípulagnir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar