
JBÓ Pípulagnir ehf.
Heildarlausnir á sviði pípulagninga. Við þjónustum einstaklinga, fyrirtæki, verslanir, hús- og bæjarfélög. Fyrirtækið er með verkstæði/skrifstofur í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa 23 starfsmenn

Ertu pípari?
Við óskum eftir Pípulagningarmeistara, pípulagningarsvein eða reynslumiklum pípara.
Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugum liðsfélaga í teymið okkar. Við þjónustum einstaklinga, fyrirtæki, verslanir, hús- og bæjarfélög í nýframkvæmdum, viðhaldi og neyðarþjónustu og viljum bæta við okkur einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, lausnamiðaður og traustur í samskiptum.
Við leggjum áherslu á fagmennsku, góða þjónustulund og áreiðanleika.
100% starf og möguleiki á yfirvinnu eftir þörfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning, viðhald og viðgerðir á pípulögnum
- Greina bilanir og framkvæma varanlegar úrbætur.
- Veita faglega þjónustu og halda uppi góðum samskiptum við viðskiptavini
- Vinna við nýframkvæmdir og endurbætur á eldri lögnum
- Tryggja að verklag og öryggiskröfur séu ávallt uppfylltar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistara- eða sveinsréttindi í pípulögnum – eða góð reynsla af vinnu við pípulögnum.
- Reynsla af pípulögnum, viðhaldi og/eða nýframkvæmdum
- Góð kunnátta í lestur teikninga og verklýsinga
- Jákvæðni og fagleg þjónustulund í samskiptum við viðskiptavini
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Bílpróf skilyrði
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun í samræmi við reynslu og hæfni
- Góðan vinnubúnað og nauðsynleg verkfæri
- Fjölbreytt verkefni
- Gott vinnuumhverfi í sterkum og samhentum hópi
Auglýsing birt2. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Fuglavík 41, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
HandlagniPípulagningarPípulagnir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar