
Ertu snillingur í kynninga- og markaðsstörfum
OFSi – Ofbeldisforvarnaskólinn, leitar að metnaðarfullum og hugmyndaríkum markaðssnilling til að taka þátt í spennandi verkefnum og leiða kynninga- og markaðsstarf. Staðan er 25-40% starfshlutfall, með sveigjanlegum vinnutíma og ráðið verður til þriggja mánaða með miklum möguleikum á framhaldi fyrir rétta manneskju.
Hlutverk þitt fæist meðal annars í:
- Skipulagi og framkvæmd markaðsmála
- Að halda kynningar fyrir viðskiptavini.
- Sköpun efnis fyrir samfélagsmiðla, auglýsingar og vef.
- Framleiðsla á auglýsingabannerum, myndum og myndböndum.
- Að taka þátt í stefnumótun og þróun markaðsstarfs fyrirtækisins.
- Menntun eða reynsla á sviði markaðsmála er mikill kostur en þó ekki krafa.
- Reynsla af stafrænum markaðssetningum, t.d. Google Ads, Meta Ads o.fl.
- Skapandi hugsun og hæfni til að prófa nýjar nálganir.
- Kunnátta á hönnunar- og myndvinnsluforrit (t.d. Adobe Creative Suite eða Canva).
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og góður samstarfsvilji.
- Reynsla eða áhugi á fræðslustarfi.
- Þekking á skóla- og frítímastarfi eða stjórnsýslu sveitarfélaga er kostur.
Ofbeldisforvarnaskólinn hefur það markmið að miðla áhrifaríkum forvörnum gegn ofbeldi. Að því vinnum við meðal annars með rannsóknum, gerð námsefnis, námskeiðshaldi, þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum, og árverknis átökum. Í vetur verður sérstök áhersla lögð á að miðla þekkingu og færni í ofbeldisforvörnum inn í nærumhverfi barna og unglinga. Þetta gerum við með því að fræða fullorðna fólkið (foreldra, kennara, félagsmiðstöðvastarfsmenn o.fl) í lífi barna um hvernig leiða má börn og unglinga í ofbeldisforvörnum.

