
Bruggari óskast – Múli brugghús, Egilsstaðir
Múli brugghús á Egilsstöðum leitar að reyndum og sjálfstæðum bruggara til starfa. Um er að ræða fjölbreytt hlutverk þar sem viðkomandi stýrir daglegum rekstri brugghússins og tekur virkan þátt í þróun og framleiðslu.
Við bjóðum:
-
Tækifæri til að leiða bruggferlið og móta vörumerkið Múla
-
Skapandi og krefjandi starfsvettvang
-
Góð vinnuaðstaða og sveigjanleiki
-
Sanngjörn og samkeppnishæf laun í boði fyrir réttan aðila
Við viljum ráða sem fyrst. Ef þú hefur brennandi áhuga á bruggun og ert tilbúinn í næsta spennandi verkefni – sendu okkur umsókn!
📧 Umsóknir og fyrirspurnir má senda á [email protected]
-
Bruggun og dagleg umsjón með framleiðslu
-
Gæðastýring og eftirlit með hreinlæti
-
Viðhald á búnaði og þrif
-
Ráðstöfun og innkaup hráefna
-
Þróun nýrra uppskrifta og vörulínu
-
Reynsla af bruggun, helst atvinnubruggun
-
Þekking á búnaði og tækni brugghúsa
-
Skipulagshæfni og ábyrgðartilfinning
-
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í samstarfi
-
Metnaður og ástríða fyrir vönduðum bjór

