
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar framleiðir ekki bara umhverfisvæna orku fyrir heimili, fyrirtæki og farartæki heldur leggur líka ríka áherslu á rannsóknir og nýsköpun til að tryggja komandi kynslóðum betri lífsgæði.
Vernda, styrkja og endurheimta er grunnstefið í umgengni ON við náttúruna og er stolt starfsfólksins.
Orka náttúrunnar hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2030. Mörg skref hafa verið tekin í þá átt og hafa sömuleiðis mörg verkefni, sem unnin eru í samstarfi við okkar fremsta vísindafólk, hlotið verðskuldaða athygli víða um heim.

Birgðastjóri - Orka Náttúrunnar
Ert þú metnaðarfullur birgðastjóri með ástríðu fyrir skilvirkni og nákvæmni?
Orka Náttúrunnar leitar að birgðastjóra til að stýra birgðahaldi á virkjanasvæðum fyrirtækisins.
Við leitum að einstakling sem býr yfir ástríðu fyrir sjálfbærum lausnum í birgðastjórnun og leggur áherslu á hagkvæmni og lausnamiðaða hugsun.
Viðkomandi mun bera ábyrgð á því að tryggja skilvirka stjórnun birgða, nákvæma skráningu og öruggt utanumhald á öllum vörum.
Starfið gerir því kröfu um sterka yfirsýn, skipulagsfærni og getu til að stýra stórum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning, stýring og eftirlit með daglegum rekstri lagersins
- Ábyrgð á að allar birgðir séu rétt skráðar, merktar og viðhaldið í samræmi við staðla fyrirtækisins
- Yfirumsjón með innleiðingu, þróun og utanumhaldi á birgðakerfi
- Ábyrgð á að tryggja lágmarksstöðu mikilvægra varahluta (e. critical spares)
- Ábyrgð á þróun, þjálfun og leiðsögn starfsfólks lagersins og innri viðskiptavina til að tryggja skilvirkni
- Þróun og innleiðing ferla fyrir birgðastjórnun, þ.m.t. innkaup, móttöku, geymslu og skráningu birgða
- Samstarf við innkaupa- og tæknideildir virkjana, þ.m.t. orkuframleiðslukerfi, veitukerfi og húskerfi til að tryggja að birgðir séu nægar og til staðar þegar þeirra er þörf
- Eftirlit með öryggi og ástandi birgða með áherslu á að lágmarka sóun og kostnað
- Ábyrgð á að tryggja að öllum reglum og verklagsreglum fyrirtækisins sé fylgt í tengslum við birgðahaldið
- Samvinna við innkaupa- og fjármálasvið til að tryggja nákvæmar fjárhagslegar upplýsingar um birgðir og kostnað
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af birgðastjórnun í hliðstæðu starfsumhverfi, s.s. á sviði orkuiðnaðar stóriðju eða sambærilegu er kostur
- Leiðtogafærni, framúrskarandi skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
- Góð tæknikunnátta og reynsla af upplýsingatæknikerfum
- Reynsla af Agresso, Unit4 eða sambærilegum ERP kerfum er ótvíræður kostur
- Samskiptafærni og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
- Geta til að vinna undir álagi og taka ákvarðanir í flóknu og krefjandi umhverfi
- Menntun á sviði birgðastjórnunar, verkfræði, tæknifræði eða sambærilegum greinum
- Góð tölvukunnátta skilyrði
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.
Auglýsing birt24. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaBirgðahaldLagerstörfLeiðtogahæfniSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framleiðslustarf - Með áherslu á pökkun
Hnýfill - Reykhús og Fiskvinnsla

Garri óskar eftir starfsmanni í vöruhús!
Garri

Starfsmaður í fasteigna- og aðbúnaðarþjónustu
Isavia ANS

Prentun og frágangur skiltagerð / Printer for signmaking
Merking ehf

Warehouse Stocker Vacancy (Merch)
Costco Wholesale

Viltu vinna úti í sumar? Garðaþjónusta
Grænir Bræður

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Dalvík
Kjörbúðin

Óskum eftir vönum starfsmanni í kjötskurð
Esja Gæðafæði

Bílstjórar-Fullt starf
Innnes ehf.

Starfsmaður í framleiðslu óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf

Starfsmaður í vöruafgreiðslu óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf

Lagerstjóri
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða