
Afgreiðslustarf í boði hjá Aurum – fullt starf
Aurum leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum og metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf í verslun okkar í miðbæ Reykjavíkur.
Við leitum að manneskju sem hefur áhuga á fallegri hönnun, nýtur þess að vinna með fólki og vill vera hluti af hlýju og skapandi starfsumhverfi.
- Afgreiðsla og persónuleg þjónusta við viðskiptavini
-
Sala og ráðgjöf um skartgripi Aurum
-
Framsetning vara og dagleg umhirða í verslun
-
Innpökkun og umsjón með pöntunum
-
Móttaka og flokkun nýrra sendinga
-
Aðstoð við vörukynningar og upplifun í verslun
-
Möguleiki á að taka þátt í samfélagsmiðlum og efnisgerð
-
Ýmis tilfallandi verkefni sem tengjast daglegum rekstri verslunar
-
Þjónustulund og jákvætt viðmót
-
Góð samskiptahæfni og færni í mannlegum samskiptum
-
Áreiðanleiki, fagmennska og snyrtimennska
-
Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Reynsla af afgreiðslu eða sölustörfum er kostur
-
Áhugi á hönnun og skartgripum er mikill plús
-
Hlýlegt og skapandi vinnuumhverfi í fallegri verslun í miðbænum
-
Góð starfsþjálfun og tækifæri til að vaxa í starfi
-
Starfsafslátt af vörum Aurum
Enska
Íslenska










