Lækur
Lækur
Lækur

Aðstoðarmatráður óskast í leikskólann Læk

Leikskólinn Lækur óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús í hlutastarf

Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Deildir skólans eru aldurskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk.

Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, umhyggja og virðing.

Aðstoðarmaður í eldhúsi aðstoðar yfirmann eldhússins við að undirbúa og framreiða máltíðir auk þess að sjá um uppþvott og almennan þvott leikskólans. Sér einnig um að flytja matarvagn á milli húsa.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 70%.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við matseld og undirbúningur matar- og kaffitíma.
  • Aðstoðar matráð við skipulag starfs í eldhúsi.
  • Flytur matarvagna milli húsa.
  • Sér um þvotta, frágang og heldur þvottahúsi og vélum snyrtilegum.
  • Sér um uppvask.
  • Í forföllum matráðs tekur viðkomandi upp starfslýsingu matráðs.
  • Sinnir öðrum þeim störfum sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Hafi áhuga og þekkingu á matreiðslu
  • Búi yfir samviskusemi, snyrtimennsku, stundvísi og jákvæðu hugarfari
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dalsmári 21-25
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar