

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í Heilsuleikskólann Urðarhól
Heilsuleikskólinn Urðarhóll tók til starfa í nóvember árið 2000 og er sex deilda skóli þar sem 130 börn á aldrinum 2 - 6 ára nema. Skólinn er staðsettur á Kópavogsbraut 19.
Urðarhóll vinnur eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og einkunnarorð okkar eru heilbrigði, sköpunargleði og vinátta. Lögð er áhersla á góð samskipti, sjálfstæði einstaklingsins og sjálfssprottna leikinn.
Við leitum að öflugum og metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra til að ganga til liðs við okkar góða hóp. Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra, er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í daglegri stjórnun ásamt virku samstarfi við foreldra. Aðstoðarleikskólastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla, kjarasamningum, mannauðs- og skólastefnu Kópavogsbæjar.
Einkunnarorð leikskólans eru næring - hreyfing - listsköpun og endurspeglast þau í öllu okkar starfi. Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://urdarholl.kopavogur.is/
- Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu skólastarfsins
- Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram
- Er staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans
- Faglegur leiðtogi og mentor fyrir aðra starfsmenn
- Tekur þátt í skipulagsvinnu og mótun skólastarfsins
- Tekur þátt í foreldrasamstarfi, upplýsingagjöf og kynningu á skólanum
- Tekur þátt í ráðningum starfsfólks
- Tekur þátt í launavinnslu, skýrslu- og áætlanagerð
- Tekur þátt í innkaupum og rekstri skólans
- Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Framhaldsmenntun í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg
- Reynsla af starfi og stjórnun leikskóla
- Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
- Sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð nálgun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði, forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.
Styttri vinnuvika - stytting að hluta til notuð í páskafrí, tvö vetrarfrí og jólafrí.
Frítt fæði.












