Smáraskóli
Smáraskóli
Smáraskóli

Aðstoðarforstöðumanneskja frístundarinnar Drekaheima

Smáraskóli óskar eftir aðstoðarforstöðumanneskju fyrir frístundaheimili skólans.

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 520 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttamannvirkjum og fjölbreyttri og fallegri náttúru. Lögð er áhersla á skapandi skólastarf og samvinnu kennara og nemenda og er teymiskennsla það fyrirkomulag sem lagt er til grundvallar.

Við Smáraskóla er rekið frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk og starfar það samkvæmt stefnu stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístunda- og klúbbastarfs þar sem lögð er áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Frístundaheimilið er opið eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur á daginn, yfirleitt á bilinu kl. 13.30-16:30, auk þess að vera opið allan daginn í einhverjum tilfellum þá daga sem ekki er kennsla í skólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðarforstöðumanneskja er staðgengill forstöðumanns og nánasti samstarfsaðili.
  • Hann vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við skólastjórnendur og forstöðumann.
  • Aðstoðarforstöðumanneskja ber sameiginlega ábyrgð með forstöðumanni á stjórnun og skipulagi allrar daglegrar starfsemi Frístundar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólanám í uppeldisfræðum eða sambærilegum greinum er æskilegt.
  • Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum er æskileg.
  • Góðir skipulags og samstarfshæfileikar.
  • Hæfni til forystu í faglegu starfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki.
Auglýsing birt26. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar