
Aðalbókari
Eykt ehf. leitar að skipulögðum, talnaglöggum og lausnamiðuðum einstakling í hlutverk Aðalbókara.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með daglegu bókhaldi og færslum lánadrottna.
- Afstemming bankareikninga, lána og virðisaukaskatts.
- Undirbúningur og framkvæmd mánaðar- og ársuppgjöra.
- Skráning og samþykkt reikninga í bókhaldskerfi og samskipti við lánadrottna.
- Útbúa og senda virðisaukaskattsskýrslu.
- Afleysingar í launavinnslu og móttöku eftir þörfum.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi eins og viðskiptafræðimenntun, viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun.
- Reynsla af bókhaldsstörfum eða sambærilegu starfi.
- Þekking á verkbókhaldi.
- Reynsla af notkun bókhalds- og launakerfa.
- Góð þekking á Excel.
- Góð greiningarhæfni.
- Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
- Jákvæðni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hópi.
- Frumkvæði, sveigjanleiki, fagmennska og metnaður í starfi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Hjá Eykt notum við Business Central, Timon og Kjarna og þekking á þessum kerfum er kostur.
Um Eykt ehf.
Eykt ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem hefur skipað sér í fremstu röð slíkra fyrirtækja á Íslandi. Hlutverk Eyktar er að byggja vönduð mannvirki sem umgjörð um daglegt líf og atvinnurekstur.
Traust starfsfólk með bestu fáanlegu kunnáttu á sínu sviði er lykillinn að velgengni Eyktar. Góður starfsandi, víðtæk reynsla og stuttar boðleiðir skila sér í vönduðu verki og skilvirkum vinnubrögðum.
Gildin sem Eykt starfar eftir eru: þekking – vandvirkni – samvinna – heilbrigði
Umsóknarfrestur er til 14. desember
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með umsóknum hafa Unnur Ýr Konráðsdóttir ([email protected]) og Jensína K. Böðvarsdóttir ([email protected]) hjá Vinnvinn.
Íslenska
Enska










