Barna- og fjölskyldustofa

Barna- og fjölskyldustofa

Vinnustaðurinn
Barna- og fjölskyldustofa
About the company
Barna- og fjölskyldustofa er leiðandi í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns í fjölbreyttum störfum á starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Hellu og í Eyjafjarðarsveit. Stofnunin heyrir undir Barna- og menntamálaráðuneytið. Meginverkefni Barna- og fjölskyldustofu er að veita fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu á sviði barnaverndar og samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna. Stofnunin leggur mat á væntanlega fósturforeldra, heldur fósturforeldranámskeið ásamt því að veita fósturforeldrum ráðgjöf og stuðning. Veitir börnum, innan barnaverndar, þjónustu sem lýtur að sérhæfðum meðferðarúrræðum (Stuðlar, Lækjarbakki og Bjargey), fjölkerfameðferð MST og starfsemi Barnahúss. Auk þess leggur stofan áherslu á fræðilegar rannsóknir og stuðning við þróunar- og rannsóknarstarf ásamt uppsetningu og innleiðingu á samræmdum gagnagrunni í barnavernd á landsvísu. Meginmarkmið Barna- og fjölskyldustofu: • Veita framúrskarandi þjónustu í þágu farsældar barna með áherslu á gæðaþróun og stafrænar lausnir. • Vera í fararbroddi í fræðslu og leiðsögn við þá sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu. • Veita fjölbreytt og sérhæfð úrræði fyrir börn byggð á gagnreyndum aðferðum. • Stofnunin búi yfir fjölbreyttum starfshóp sem er faglegur og kraftmikill.

Jafnlaunavottun

Græn skref

Borgartún 21*, 105 Reykjavík
6
Starfsstöðvar

51-200

employees

Commute

Samgöngustyrkur fyrir þá sem nota ekki bíl

Health / Sport

Líkamsræktarstyrkur

Flexible working hours

36 stunda vinnuvika og sveigjanlegur vinnutími sé það mögulegt

Home office

Fjarvinnuheimild fyrir mörg störf, 1-2 dagar í viku

Food / meal at work

Mötuneyti