
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan er elsta lyftaraþjónustufyrirtæki landsins og stærsti innflytjandi á tækjum og búnaði á Íslandi.
Við þjónum fjölbreyttum hópi viðskiptavina m.a. í fiskvinnslu, landbúnaði, verktökum, vöruhúsum, heildsölum, álverum og fleiri atvinnugreinum. Höfuðstöðvar félagsins eru á Kársnesi í Kópavogi og einnig er starfstöð á Akureyri.
Í dag er Íslyft / Steinbock Þjónustan talið með traustari fyrirtækjum landsins með áratuga reynslu á sínu sviði. Viðurkenningar Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki um áraraðir bera vott um þann árangur og orðspor sem fyrirtækið hefur skapað sér.

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Óskum eftir að ráða öflugan verkstjóra til að leiða verkstæði okkar á Kársnesi í Kópavogi.
Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og ábyrgð á rekstri verkstæðisþjónustu
- Yfirumsjón, innleiðing og uppfærsla ferla á verkstæði í samráði við stjórnendur
- Ábyrgð á daglegri umgengni
- Niðurröðun sumarfría í samráði við stjórnendur
- Verkstýring verkefna
- Viðgerðir, viðhald og standsetning á vélum og tækjum
- Samskipti við núverandi viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Góð færni í skipulagningu og forgangsröðun verkefna
- Leiðtogahæfileikar og færni í að byggja upp sterkt teymi
- Þekking á skilvirkum og öruggum ferlum í verkstæðisþjónustu
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og jákvætt hugarfar
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð samskiptafærni á íslensku- og ensku
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
- Starfsmannafélag
- Golfhermir
- Píluaðstaða
- Borðtennis og Pool-borð
Advertisement published16. April 2025
Application deadline10. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
Implementing proceduresLeadershipHuman relationsIndustrial mechanics
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Viðgerðarmaður á verkstæði Verkfærasölunnar í Síðumúla
Verkfærasalan ehf

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Bifvéla- eða vélvirki
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða

Tæknimaður - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Bifvélavirki/Auto mechanic
Bílaver ÁK ehf.

Steypubílstjóri í Helguvík - Sumarstarf
Steypustöðin

Starfsfólk óskast
Pípulagnir suðurlands ehf

Starfsmaður á brotajárnstætara
Hringrás Endurvinnsla

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Stöðvarstjóri á Ísafirði
Frumherji hf

Viðgerðarmenn - Þjónustuverkstæði
VHE

Vélstjóri
Bláa Lónið