
Sveitarfélagið Hornafjörður
VELKOMIN TIL HORNAFJARÐAR – ÞAR SEM NÁTTÚRAN, SAMFÉLAGIÐ OG FRAMTÍÐIN MÆTAST
--------
Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.
Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.
Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði starfar öflugur og samheldin hópur fólks með metnað fyrir framtíð sveitarfélagsins. Íbúar í Hornafirði eru í dag rúmlega 2800 og hefur fjölgun síðustu ára verið á forsendum verðmætasköpunar en mikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu.
Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til að leiða stórt og spennandi uppbyggingarverkefni á Höfn. Verkefnið felur í sér byggingu á nýju íþróttahúsi, breytingu á eldra húsi í fimleikasal og endurgerð íþróttavallar.
Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fagmanneskju til að stýra mikilvægri uppbyggingu fyrir íbúa svæðisins frá upphafi til enda. Verkefnastjóri mun bera ábyrgð á að öllum þáttum verkefnisins, allt frá þarfagreiningu til afhendingar, sé stýrt á faglegan og skilvirkan hátt í nánu samstarfi við stýrihóp.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring á öllum þáttum verkefnisins, þar á meðal gerð og eftirfylgni tíma-, kostnaðar- og samskiptaáætlana.
- Leiða þarfagreiningu með hagsmunaaðilum og stýra hönnunarvinnu.
- Ábyrgð á útboðsferli og samningagerð í samræmi við lög um opinber innkaup.
- Stjórnun framkvæmda með áherslu á gæði, skilvirkni og fyllsta öryggi á vinnustað.
- Greining á óvissuþáttum og regluleg skýrslugerð og upplýsingagjöf til stýrihóps.
- Yfirferð og samþykkt reikninga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði eða verkefnastjórnun.
- Reynsla og þekking:
- Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda er skilyrði.
- Reynsla af gerð þarfagreininga og stjórnun hönnunarvinnu.
- Mjög góð þekking og reynsla af lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.
- Þekking á lögum og reglum er varða framkvæmdir og öryggismál.
- Góð almenn tölvukunnátta og þekking á teikniforritinu AutoCAD.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Hæfni:
- Sterk leiðtogahæfni og geta til að vinna sjálfstætt með frumkvæði og nákvæmni.
- Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni.
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Jákvætt viðmót, þjónustulund og sterk öryggisvitund.
Advertisement published6. August 2025
Application deadline3. September 2025
Language skills

Required
Location
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Forstöðumaður fjármálamarkaða
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Yfirverkefnastjóri framkvæmda á byggingasviði
Atlas Verktakar ehf

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Sérfræðingur í auglýsingabirtingum
Datera ehf.

Verkefnastjóri á Akureyri
Securitas

Framleiðslusérfræðingur / Process Engineer
Alcoa Fjarðaál

Framleiðslusérfræðingur / Production Specialist
Alcoa Fjarðaál

Yfirmaður viðhalds - Maintenance Supervisor
Flóra Hotels