Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss

Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að metnaðarfullum og skipulögðum verkefnastjóra til að leiða stórt og spennandi uppbyggingarverkefni á Höfn. Verkefnið felur í sér byggingu á nýju íþróttahúsi, breytingu á eldra húsi í fimleikasal og endurgerð íþróttavallar.

Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir fagmanneskju til að stýra mikilvægri uppbyggingu fyrir íbúa svæðisins frá upphafi til enda. Verkefnastjóri mun bera ábyrgð á að öllum þáttum verkefnisins, allt frá þarfagreiningu til afhendingar, sé stýrt á faglegan og skilvirkan hátt í nánu samstarfi við stýrihóp.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýring á öllum þáttum verkefnisins, þar á meðal gerð og eftirfylgni tíma-, kostnaðar- og samskiptaáætlana.
  • Leiða þarfagreiningu með hagsmunaaðilum og stýra hönnunarvinnu.
  • Ábyrgð á útboðsferli og samningagerð í samræmi við lög um opinber innkaup.
  • Stjórnun framkvæmda með áherslu á gæði, skilvirkni og fyllsta öryggi á vinnustað.
  • Greining á óvissuþáttum og regluleg skýrslugerð og upplýsingagjöf til stýrihóps.
  • Yfirferð og samþykkt reikninga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í byggingarverkfræði, byggingartæknifræði, arkitektúr, byggingarfræði eða verkefnastjórnun.
  • Reynsla og þekking:
    • Reynsla af stjórnun verklegra framkvæmda er skilyrði.
    • Reynsla af gerð þarfagreininga og stjórnun hönnunarvinnu.
    • Mjög góð þekking og reynsla af lögum um opinber innkaup nr. 120/2016.
    • Þekking á lögum og reglum er varða framkvæmdir og öryggismál.
    • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á teikniforritinu AutoCAD.
    • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Hæfni:
    • Sterk leiðtogahæfni og geta til að vinna sjálfstætt með frumkvæði og nákvæmni.
    • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni.
    • Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
    • Jákvætt viðmót, þjónustulund og sterk öryggisvitund.
Advertisement published6. August 2025
Application deadline3. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Hafnarbraut 27, 780 Höfn í Hornafirði
Type of work
Professions
Job Tags