Sensa ehf.
Sensa ehf.
Sensa ehf.

Verkefnastjóri Stafrænna lausna

Sensa leitar að drífandi og skipulögðum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra á sviði stafrænna lausna. Viðkomandi mun starfa á vegum verkefnastofu þvert á fyrirtækið og þarf því að búa yfir framúrskarandi samskiptahæfni ásamt getu til að aðlaga sig hratt og örugglega að breytilegum þörfum verkefna og viðskiptavina.

Stafrænar lausnir þjónusta mörg stærstu fyrirtæki landsins. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að tengja ferla sína við stafrænar umbætur ásamt því að veita ráðgjöf til að auka hagræðingu í rekstri og hámarka nýtingu tæknilegra auðlinda.  

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastýring í upplýsingatækni 
  • Stefnumótandi vinna í uppbyggingu á verkefnastofu 
  • Markmiðasetning og samhæfing verkefna 
  • Greiningar, áætlanagerð, eftirfylgni og árangursmat 
  • Samskipti við fagaðila og viðskiptavini 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun eða önnur menntun á sviði verkefnastýringar er skilyrði 
  • Reynsla af upplýsingatækni er kostur 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi 
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti 
  • Greiningarhæfileikar 
  • Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð 
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn 
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða 
  • Fyrsta flokks mötuneyti 
  • Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu 
Advertisement published22. July 2025
Application deadline16. August 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags