

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Hefur þú góða skipulagshæfni, lausnamiðaða nálgun og brennandi áhuga á rekstri og öryggismálum?
Við leitum að öflugum verkefnastjóra í umdæmi 1 sem hefur metnað til að leiða fjölbreytt verkefni sem tengjast daglegum rekstri, samningagerð, áhættustjórnun og greining á atvikum. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í síbreytilegu umhverfi.
Verkefnastjórinn starfar í umdæmi sem nær frá Búðardal til Kirkjubæjarklausturs.
Helstu verkefni
-
Halda utan um grunnskráningar í gagnagrunna og atvikaskráningakerfi
-
Aðkoma að samningagerð
-
Aðkoma að áhættustjórnun, úttektum og úrvinnslu frávika
-
Taka þátt í úrbótahópum og halda utan um vinnu þeirra
-
Samskipti við ytri aðila, s.s. rekstraraðila, leigutaka, Samgöngustofu og aðra hagsmunaaðila
-
Styðja við og leita lausna við bæði tekjuöflun og hagræðingu í rekstri
-
Framkvæma áhættumöt og þróa forvarnaráætlanir
Hæfnikröfur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla af verkefnastjórnun og samhæfingu fjölbreyttra verkefna
-
Þekking á áhættustjórnun, samningagerð og úttektum
-
Góð samskipta- og skipulagshæfni
-
Góð tölvufærni
-
Geta til að vinna í kviku og síbreytilegu umhverfi
Starfsstöð: Reykjavíkurflugvöllur
Nánari upplýsingar veitir Viðar Jökull Björnsson umdæmisstjóri, [email protected]













