
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Umsjónarmaður verkstæðis
Við leitum að öflugum og áhugasömum einstaklingi til að gegna starfi Umsjónarmanns verkstæðis innan háskólans. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd verklegri kennslu, rannsóknarvinnu og þjónustu við nemendur og starfsfólk.
Helstu verkefni:
- Umsjón með daglegum rekstri vélaverkstæðis og tengdra rýma
- Aðstoð og leiðsögn við nemendastýrð verkefni
- Aðstoð og þjónusta tengd rannsóknarverkefnum
- Kennsla og miðlun verklegrar þekkingar til nemenda
- Þátttaka í skipulagningu og þróun verkstæða, verkefnarýma og tengdra verkefna háskólans
Hæfniskröfur:
- Iðnmenntun sem rennismiður eða sambærileg sérmenntun
- Reynsla af vinnu á verkstæði
- Áhugi á kennslu og að miðla þekkingu til annarra
- Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í skipulagi
- Góð samskiptafærni og þjónustulund
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Við bjóðum upp á spennandi og krefjandi starfsvettvang þar sem unnið er í nánu samstarfi við nemendur, kennara og rannsóknarteymi innan háskólans.
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Ármann Gylfason, deildarforseti ([email protected]) og mannauðsdeild ([email protected]).
Advertisement published7. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Flotastjóri
Pósturinn

Vélamaður á Þjónustustöð í Garðabæ
Vegagerðin

Armur ehf. Óskar eftir starfsfólki í Tjónaskoðun og Bifreiðasmið
Armur ehf.

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði, Reyðarfjörður
Vegagerðin

Vélamaður á Patreksfirði
Vegagerðin

Vélamaður á Hólmavík
Vegagerðin

Flinkur bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Vélamaður / gröfumaður
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Starfsmaður á +pKBF gler CNC á Hellu
Glerverksmiðjan Samverk

Stálsmiðir, vélvirkjar - Vélsmiðja
VHE

Viðgerðarmenn og vélstjórar á þjónustuverkstæði
VHE

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND