Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Umsjónarmaður verkstæðis

Við leitum að öflugum og áhugasömum einstaklingi til að gegna starfi Umsjónarmanns verkstæðis innan háskólans. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd verklegri kennslu, rannsóknarvinnu og þjónustu við nemendur og starfsfólk.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með daglegum rekstri vélaverkstæðis og tengdra rýma
  • Aðstoð og leiðsögn við nemendastýrð verkefni
  • Aðstoð og þjónusta tengd rannsóknarverkefnum
  • Kennsla og miðlun verklegrar þekkingar til nemenda
  • Þátttaka í skipulagningu og þróun verkstæða, verkefnarýma og tengdra verkefna háskólans

Hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun sem rennismiður eða sambærileg sérmenntun
  • Reynsla af vinnu á verkstæði
  • Áhugi á kennslu og að miðla þekkingu til annarra
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í skipulagi
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli

Við bjóðum upp á spennandi og krefjandi starfsvettvang þar sem unnið er í nánu samstarfi við nemendur, kennara og rannsóknarteymi innan háskólans.

Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Ármann Gylfason, deildarforseti ([email protected]) og mannauðsdeild ([email protected]).

Advertisement published7. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags