
MAX1 | VÉLALAND
MAX1 I VÉLALAND veitir dekkja- og verkstæðisþjónustu fyrir flest allar tegundir bíla og býður upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á þjónustu. MAX1 dregur nafn sitt af því markmiði okkar að klára hvern verkþátt á innan við klukkustund eftir að við hefjumst handa.
Áhersla er ávallt lögð á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum og eru öll verkstæði MAX1 I VÉLALAND aðilar að Bílgreinasambandinu.
Samstarfsaðilar okkar eru fjölmargir, dekkin koma frá finnska dekkjaframleiðandanum Nokian, smurolíurnar frá Olís, rafgeymarnir frá Exide, þurrkublöðin frá Trico og varahlutir koma ýmist beint að utan, frá bílaumboðum eða ýmsum birgjum innanlands.
Hjá MAX1 I VÉLALAND starfa vel þjálfaðir og reynslumiklir starfsmenn á starfsstöðvum sem geta veitt bílaþjónustu um allt höfuðborgarsvæðið.

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og metnaðarfullum bifvélavirkja til starfa á verkstæði Max1/Vélalands að Dalshrauni 5, Hafnarfirði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér bilanagreiningu og viðgerðir á Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel bílum.
Við bjóðum uppá
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi aðstöðu
- Starfið er lifandi og spennandi þar sem unnið er við nýjustu bíltækni með háþróuðum tækjabúnaði sem eykur skilvirkni og léttir störfin.
- Frábæra starfsmannaaðstöðu
- Glæsilega búningaaðstöðu og öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað
- Sveigjanleiki í vinnu
Metnaðarfulla stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup- Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á tækni og nýjungum, sem langar að starfa með sterku liði sérfræðinga þar sem miklir möguleikar eru á símenntun og starfsþróun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bilanagreiningu og viðgerðir á Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel bílum
- Þátttaka í þjálfun og símenntun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi í bifvélavirkjun eða sambærileg reynsla af bílaviðgerðum
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Advertisement published6. August 2025
Application deadline31. August 2025
Language skills

Required

Required
Location
Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
MechanicAuto repairsProactiveHuman relationsDriver's licencePunctualIndustrial mechanicsCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Umsjónarmaður verkstæðis
Háskólinn í Reykjavík

Flotastjóri
Pósturinn

Hydram Research is hiring: Engineering & Physics
Hydram Rannsoknir

Armur ehf. Óskar eftir starfsfólki í Tjónaskoðun og Bifreiðasmið
Armur ehf.

Verkstæðisformaður á vélaverkstæði, Reyðarfjörður
Vegagerðin

Flinkur bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Vélstjóri óskast á framleiðslusvið
Ölgerðin

Stálsmiðir, vélvirkjar - Vélsmiðja
VHE

Viðgerðarmenn og vélstjórar á þjónustuverkstæði
VHE

Bifvélavirkjar
Bílaumboðið Askja

Bílamálari , Bifreiðasmiður.
Bílamál ehf

Kæli og frystikerfi. Þjónustumaður í Garðabæ
Frost