

Starfsmaður í þjónustu
Við leitum að metnaðarfullum, lausnamiðuðum og drífandi liðsfélaga með ríka þjónustulund til að sinna þjónustu fyrir Motus og Lögheimtuna. Starfið felst í að þjónusta greiðendur og viðskiptavini með fjölbreyttum hætti. Viðkomandi þarf að hafa metnað og áhuga á að vinna í teymi og vera virkur þátttakandi í að móta þjónustu til framtíðar. Í því felst stöðug umbótahugsun og vilji til að finna leiðir til að mæta viðskiptavinum þar sem hentar þeim hverju sinni. Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu er mikill kostur.
Helstu verkefni felast í að svara fjölbreyttum fyrirspurnum frá greiðendum og viðskiptavinum, fylgja eftir úrlausn mála, sinna móttöku og símsvörun ásamt öðrum almennum skrifstofustörfum. Í starfinu reynir á samskiptahæfileika, samningatækni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
Við bjóðum fallegan vinnustað þar sem liðsheild, góður andi og metnaður ræður ríkjum. Mikið er lagt upp úr skemmtilegu og lifandi vinnuumhverfi.
- Svara fjölbreyttum fyrirspurnum frá greiðendum og viðskiptavinum
- Fylgja eftir úrlausn mála
- Móttaka og símsvörun
- Almenn skrifstofustörf
- Góð hæfni í samskiptum og teymisvinnu
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði, drifkraftur og jákvætt viðmót
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði, bæði í ræðu og riti
- Hæfni og vilji til að takast á við breytingar
- Góð, almenn tölvukunnátta
- Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
- Íþróttastyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Ávextir, gos og annað góðgæti
- Öflugt starfsmannafélag
Um Motus:
Motus og Lögheimtan eru leiðandi fyrirtæki á sviði kröfuþjónustu og innheimtu. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar. Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.













