
Aðalbókari
Rauði krossinn á Íslandi óskar eftir metnaðarfullum og öflugum aðila í starf aðalbókara á fjármálasvið félagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Yfirumsjón með fjárhags-, launa- og viðskiptabókhaldi
- Yfirumsjón með afstemmingum, árshlutauppgjörum og viðskiptayfirlitum
- Gerð ársreikninga og samstæðuársreiknings í samvinnu við fjármálastjóra og endurskoðanda
- Ábyrgð á þróun verkferla á fjármálasviði og verkstjórn bókhaldsteymis
- Kerfisstjórn Unit4 bókhaldskerfis og aðstoð við notendur
- Ábyrgð á VSK uppgjörum
- Upplýsingagjöf og skýrslugerð til stjórnenda og starfsmanna
- Önnur tengd verkefni í samráði við fjármálastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Próf í viðskiptafræði eða sambærileg menntun, menntun í reikningshaldi er kostur
- Veruleg reynsla og góð þekking á bókhaldi og uppgjörum
- Þekking á samstæðureikningsskilum
- Framúrskarandi Excel kunnátta
- Þekking á Unit4 (Agresso) bókhaldskerfinu er kostur
- Greiningarhæfni og nákvæmni
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Lipurð í samskiptum og jákvætt hugarfar
Um Rauða krossinn á Íslandi:
Rauði krossinn á Íslandi er sjálfboðaliðasamtök sem starfa samkvæmt alþjóðlegum grundvallarreglum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Samtökin vinna að mannúðarstörfum innanlands og erlendis, með það að markmiði að draga úr þjáningum og bæta líf fólks í viðkvæmri stöðu. Rauði krossinn reiðir sig á sjálfboðaliða um allt land og leggur ríka áherslu á virka þátttöku samfélagsins og mannúðlega nálgun í öllum sínum störfum. Hjá Rauða krossinum starfa 105 manns og virkir sjálfboðaliðar eru yfir 2500.
Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2025 en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.













