Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur
Embla Medical | Össur

Einkaleyfafulltrúi

Viltu taka þátt í verkefnum með það að leiðarljósi að bæta hreyfanleika fólks?

Össur er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði skapandi lausna sem bæta hreyfanleika fólks og leitar nú að einkaleyfafulltrúa til að ganga til liðs við hugverkateymið okkar, sem starfar innan þróunarsviðs. Össur á eitt sterkasta einkaleyfasafn á sínu sviði sem samanstendur af um 2000 einkaleyfum og einkaleyfaumsóknum. Hlutverk einkaleyfafulltrúa er að eiga frumkvæði að samskiptum við vöruþróunarteymin til að auka og viðhalda vitund um alla þætti hugverka innan fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fanga nýsköpun og tækniframfarir innan teyma á þróunarsviði. 

  • Samhæfa og leiðbeina við undirbúning á uppfinningalýsingum. 

  • Halda utan um gögn og upplýsingar tengdar einkaleyfum í gagnagrunni fyrirtækis. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða á sviði tækni- eða náttúruvísinda ákjósanleg. 

  • Þekking og reynsla á einkaleyfaferlum og -verklagi ákjósanleg. Ef ekki fyrir hendi þarf viðkomandi að vera tilbúinn að læra um hugverk og einkaleyfi. 

  • Öflug greiningar- og samskiptafærni. 

  • Mjög góð tungumálakunnátta, sér í lagi í ritaðri ensku. 

  • Verkefna- og tímastjórnunarhæfni. 

Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur  

  • Samgöngustyrkur  

  • Líkamsræktaraðstaða, hjólageymsla og golfhermir  

  • Mötuneyti með fjölbreyttu úrvali af mat 

  • Frí heilsufars-mæling og ráðgjöf 

  • Árlegur sjálfboðaliðadagur  

  • Starfsþróun
  • Öflugt félagslíf

Advertisement published14. May 2025
Application deadline26. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Expert
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags