
IKEA
Í dag starfa um 450 manns hjá IKEA á Íslandi, í lifandi alþjóðlegu umhverfi.
Þessi stóri samheldni hópur vinnur daglega að framgangi hugmyndafræði IKEA: „Að gera daglegt líf þægilegra fyrir sem flesta“.
Fjölbreytni er lykill að velgengni. Hjá IKEA, fögnum við öllum víddum fjölbreytileikans. Við leggjum áherslu á að skapa vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, virt, studd og vel metin, sama hver þau eru eða hvaðan þau koma. Við erum fullviss um að sérstaða allra einstaklinga gerir IKEA betri.
Hér í IKEA leggjum við mikla áherslu á jákvæð samskipti á vinnustað og teljum sveigjanleika í starfi og samræmi milli vinnu og einkalífs vera mikilvægan þátt í starfsánægju.
Starfsemi fyrirtækisins býður upp á skapandi og skemmtileg störf og mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi – með jákvæðni að leiðarljósi.

Starfsfólk í þjónustudeild
Við leitum að þjónustulunduðu og jákvæðu starfsfólki í þjónustudeild IKEA.
Bæði fullt starf, vaktir og hlutastarf í boði:
- Fullt starf alla virka daga og stakar helgar.
- 2-2-3 vaktir frá 11-20.
- Hlutastarf er önnur hver helgi og vaktir í miðri viku eða eftir samkomulagi.
Í starfinu felst afgreiðsla á kassa og upplýsingagjöf til viðskiptavina á kassasvæði, þjónustuborði og við inngang verslunar.
Í þjónustudeildinni starfar samheldinn hópur starfsmanna sem hafa það sameiginlegt að vilja hafa gaman í vinnunni, veita framúrskarandi þjónustu og hafa metnað til að þróa sig áfram í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta
- Vandvirkni
- Ábyrgðarsemi
- Jákvæðni
- Stundvísi
- Þjónustulund
- Dugnaður
- Frumkvæði og sjálfstæði
Fríðindi í starfi
- Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi
- Skemmtilegir samstarfsfélagar
- Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti
- Fríir ávextir og hafragrautur
- Árlegur heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun
- Afsláttur af IKEA vörum
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
- Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
- Aðgengi að sumarbústaði til einkanota
Advertisement published8. August 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Kauptún 4, 210 Garðabær
Type of work
Skills
ProactivePositivityIndependencePunctualMeticulousnessCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Vaktstjóri 100% starf hjá Nytjamarkaðnum Selfossi
Nytjamarkaðurinn Selfossi

Barþjónar á Brons
Brons

Þjónusta í apóteki - Flakkari
Lyf og heilsa

Þjónusta í apóteki - Bíldshöfði
Apótekarinn

Augastaður - sölufulltrúi í verslun
Augastaður

Móttökuritari á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sölufulltrúi
IKEA

Tómstundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðina Ásinn – Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Sölu- og þjónustufulltrúar í verslun Símans í Ármúla
Síminn

A4 Smáralind - Ert þú öflugur sölufulltrúi?
A4

Tómstundaleiðbeinandi - Aldan - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Kassastarfsmaður - fullt starf
BAUHAUS slhf.