

Sérnámsstaða í innkirtlalækningum
Laus er til umsóknar sérnámsstaða í innkirtlalækningum. Um er að ræða undirsérgrein lyflækninga og er það forkrafa að vera með sérfræðileyfi í þeirri sérgrein.
Sérnámið er byggt á marklýsingu Royal Colleges of Physicians Training Board í Bretlandi og vottað af mats- og hæfisnefnd Heilbrigðisráðuneytisins í samræmi við reglugerð 856/2023. Sérnámið er í heild þrjú ár, það fer fram á Landspítala fyrstu tvö árin en síðan er gert ráð fyrir að viðkomandi læknir fari erlendis og ljúki tólf mánaða þjálfun, að því loknu telst námið fullgilt.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er 23. febrúar en fimmtudaginn 26. febrúar er móttökudagur sérnáms, upphaf starfs getur einnig verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra sérgreinarinnar.
- Vinna og nám á legudeildum og göngudeildum ásamt vaktþjónustu almennra lyflækninga og undirsérgreinar skv. marklýsingu
- Þátttaka í ráðgjafaþjónustu undir handleiðslu sérfræðilækna
- Kennsla lækna í sérnámi, sérnámsgrunni, læknanema og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsfólks
- Þátttaka í gæða- og vísindavinnu
- Sérnámslæknir ber sjálfur ábyrgð á fullri þátttöku í öllum þáttum sérnáms og skrásetningu þess í samræmi við marklýsingu og skráningarkerfi
- Framgangur milli námsára er ákvarðaður með árlegu framvindumati
- Íslenskt sérfræðilækningaleyfi í lyflækningum
- Áhugi á að starfa við viðkomandi sérgrein
- Að lágmarki B2 tungumálafærni í íslensku, nema um annað hafi verið samið sérstaklega
- Fyrri starfsreynsla, reynsla af vísinda-, umbóta- og gæðastörfum æskileg
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Áreiðanleiki, stundvísi og árangursmiðað viðhorf






























































