

Sérfræðingur í öryggis-, heilsu-, og umhverfismálum (ÖHU)
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Ert þú með sterka öryggisvitund og góð fyrirmynd í öryggismálum? Langar þig að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.
Mechanical deild COWI á Íslandi leitar að sérfræðingi í á sviði öryggis-, heilsu- og umhverfismála (ÖHU) til að bætast við hóp sérfræðinga á vélasviði. Verkefnin eru fjölbreytt og þverfagleg á sviðum orku, iðnaðar, bygginga og umhverfis.
Helstu verkefni eru m.a.:
- Rýna ÖHU áætlanir
- Rýna áhættugreiningar
- ÖHU-úttektir á verkstað + samantekt
- Þátttaka á verkfundum (ÖHU-mál)
- ÖHU-fundir með verktökum
- Þátttaka í skýrslugerð (vikuskýrslur, mánaðarskýrslur, lokaskýrslur)
- Halda ÖHU fræðslu og -kynningar
- Viðbragðsáætlanir
- Tölfræði samantektir
- Slysarannsóknir
Færni þín er lykillinn að velgengni okkar. Við vinnum þvert á landamæri og fræðigreinar og deilum þekkingu og byggjum upp sterk tengsl við samstarfsmenn og viðskiptavini. Þú leggur til sérfræðiþekkingu þína og færð að læra af þeim bestu.
- Háskólamenntun við hæfi
- Áhugi á öryggis-, heilsu- og umhverfismálum
- Færni í mannlegum samskiptum
- Færni til að tjá sig í ræðu og riti á bæði íslensku og ensku skylda
- Reynsla í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum er mikill kostur.
Við bjóðum líka uppá m.a.:
-
Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika í bland við vinnu á starfsstöð
-
Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu
-
Samgöngu- og líkamsræktarstyrkir
-
Starfsmannafélag með fjölbreyttum deildum og viðburðum
-
Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi
-
Starfsþróunarmöguleikar innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræn þjálfun hjá COWI Academy
-
Árlegt heilsufarsmat













