Byko
Byko
Byko

Sérfræðingur í mannauðsmálum - Tímabundið starf

Við hjá BYKO erum að leita að öflugum sérfræðingi í mannauðsdeild BYKO í afleysingar í 10- 12 mánuði frá ágúst/september 2025.

Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.

Við leitum að einstaklingi með:

  • Reynslu af mannauðsmálum
  • Færni til að greina gögn og framsetningu þeirra
  • Ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góða tölvukunnáttu
  • Hæfni við meðferð trúnaðarupplýsinga
  • Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Áhuga á verslun og þjónustu
  • Íslensku- og enskukunnáttu, skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stefnumótum, eftirfylgni og þróun á sviði fræðslumála í samráði við næsta stjórnanda
  • Áætlanagerð vegna fræðslu og mat á fræðsluþörf
  • Gerð, undirbúningur og framkvæmd fræðslu og þjálfunar fyrir starfsfólks
  • Meta árangur og arðsemi þjálfunar
  • Umsjón með framkvæmd og eftirfylgni með árlegu frammistöðumati
  • Framkvæmd, greining, úrvinnsla og eftirfylgni með vinnustaðagreiningum
  • Ráðgjöf til stjórnenda í mannauðsmálum
  • Utanumhald með ráðningum og forvinnu til stjórnenda
  • Viðvera á starfsstöðum BYKO
  • Þáttaka í öðrum mannauðstengdum verkefnum

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.

BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.

Allar nánari upplýsingar veitir Sveinborg Hafliðadóttir ([email protected]), mannauðs- og stefnustjóri.

Advertisement published2. May 2025
Application deadline11. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Skemmuvegur 2A, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags