Samgöngustofa
Samgöngustofa
Samgöngustofa

Sérfræðingur í deild tæknimála og innviða

Samgöngustofa leitar að öflugum einstaklingi í stöðu sérfræðings í deild tæknimála og innviða á sviði umferðar hjá stofnuninni. Helstu verkefni deildarinnar eru stjórnsýsla og eftirlit með upphafsviðurkenningum, breytingum og skoðunum ökutækja, afmarkað eftirlit með veghöldurum, verklagsreglugerð og veiting leiðbeininga um tæknimál ökutækja. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á umferð, ökutækjum, gæðamálum, stöðugum umbótum og er góður liðsmaður. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Úrvinnsla bíltæknilegra málefna og verklagsreglugerð varðandi skoðun og skráningu

·         Úrvinnsla frávika sem koma upp varðandi skoðanir, skráningu og viðurkenningar

·         Afmarkað eftirlit með veghöldurum er varðar öryggisstjórnun og jarðgöng

·         Samskipti við hagsmunaðila og upplýsingamiðlun

·         Öflun og rýni gagna og upplýsinga, þátttaka í tölfræðilegri úrvinnslu

·         Þátttaka í þróun og uppbyggingu verkefna, ferla og stafrænnar vegferðar

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Fagmenntun eða háskólamenntun sem nýtist í starfi

·         Þekking á umferðarmálum

·         Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

·         Þekking og reynsla á gæðastjórnunarkerfum er kostur

·         Almenn tölvukunnátta

·         Almenn ökuréttindi

·         Skipulagshæfni og sterk ferla- og umbótahugsun

·         Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi

·         Góð færni í íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli.

Advertisement published22. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Ármúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags