

Sérfræðingur á sviði gagnaúrvinnslu og greininga
VIRK leitar að lausnamiðuðum sérfræðingi til starfa við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nýju gagnadrifnu teymi á sviði upplýsingatækni og rannsókna. Hér gefst einstakt tækifæri til að vinna í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur hjá VIRK um flókin úrlausnarefni í þróun starfsendurhæfingar. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík.
Greining á gögnum VIRK og úrvinnsla fyrir stjórnendur og hagaðila
Þróun og úrvinnsla árangursmælikvarða fyrir starfsemina
Framkvæmd kannana og rannsókna
Gerð tölfræði- og haggreininga, m.a. um vinnumarkað
Nýting alþjóðlegra gagnasafna um heilsufar og örorku
Þátttaka í stafrænni þróun (þ.e. birting tölfræðigagna á innri og ytri vefsvæðum)
Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin af sviðsstjóra
Háskólapróf í hagfræði, tölfræði, félagsvísindum eða skyldum greinum, meistarapróf eða ígildi þess er skilyrði
Miklir greiningarhæfileikar
Mjög góð Excelkunnátta
Geta til að vinna með stór gagnasöfn
Þekking á erlendum gagnasöfnum og evrópskri hagtölugerð
Þekking og reynsla á notkun Power BI kostur
Þekking á vinnumarkaðsmálum er kostur
Kunnátta í tölfræðiforritinu R er kostur
Sjálfstæði, frumkvæði og framsækni í starfi
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hreint sakavottorð







