
RHA - Sérfræðingur við rannsóknir
RHA Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri auglýsir laust til umsóknar 100% starf sérfræðings við rannsóknir. Starfið er laust frá 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Starfsstöðin er á Akureyri.
RHA er sjálfstæð eining innan Háskólans á Akureyri sem aflar sér einkum tekna með rannsóknaverkefnum og ráðgjöf fyrir ýmsa aðila innanlands sem utan. Hlutverk RHA er að efla rannsóknastarfsemi við Háskólann á Akureyri og styrkja tengsl hans við atvinnulífið. Einnig að vinna að þróun nýrra verkefna innan háskólans og koma þeim í réttan farveg. Næsti yfirmaður er forstöðumaður RHA. Sjá nánar á vefslóð www.rha.is.
Starfið felur í sér vinnu við rannsóknir á sviði félagsvísinda- og samfélagsrannsókna auk annars sem til fellur.
-
Meistaragráða í félagsvísindum, landfræði, hagfræði eða öðrum greinum sem nýtast í starfi er skilyrði. Doktorspróf er kostur.
-
Góð þekking á eigindlegri og megindlegri aðferðafræði, skýrsluskrifum og framsetningu niðurstaðna.
-
Reynsla af þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum er kostur.
-
Góð almenn tölvukunnátta og kunnátta í einu eða fleiri tölfræðiforritum er skilyrði.
-
Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
-
Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði.
-
Góðir skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt og í teymi.
-
Við mat á umsóknum er tekið mið af hversu vel viðkomandi uppfyllir þarfir RHA.








