Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Aðjúnkt í hagnýtri atferlisgreiningu

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til eins árs og til greina kemur lægra starfshlutfall. Starfið er í þverfaglegri námsleið við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði og við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, þar sem lögð er áhersla á börn með sérþarfir.

Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar til að sinna kennslu og rannsóknum og þróun og verkefnastýringu námsins, í samstarfi við fagaðila innan og utan Háskóla Íslands. Aðjúnktinn mun kenna og hafa umsjón með námskeiðum á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar og verður með aðsetur í húsnæði Menntavísindasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í námskeiðum á meistarastigi á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar.

  • Þátttaka í rannsóknum.

  • Þátttaka í stjórnun og þróun náms í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands.

  • Ýmis stjórnsýsluverkefni í tengslum við námsleiðina, t.d. vottun námsins.

  • Umsjón með starfsþjálfun nemenda á vettvangi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistara- eða doktorspróf á sviði atferlisgreiningar eða skyldri grein, t.d. sálfræði.

  • Vottun sem klínískur atferlisfræðingur, t.d. frá SATÍS.

  • Reynsla af hagnýtri atferlisgreiningu í starfi með börnum er kostur.

  • Reynsla af kennslu í háskóla er kostur.

  • Rannsóknavirkni og reynsla af rannsóknasamstarfi er kostur.

  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.

  • Góð samstarfsfærni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Frumkvæði og sjálfsstæði í starfi.

Advertisement published13. May 2025
Application deadline27. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Stakkahlíð 1, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags