Rarik ohf.
Rarik ohf.
Rarik ohf.

Leggðu línurnar með okkur - verkefnaumsjón heimlagna

Við leitum að skipulagðri og ákveðinni manneskju til að sinna verkefnaumsjón heimlagna. Manneskju sem kann þá list að hafa mörg járn í eldinum og nokkra bolta á lofti án þess að missa yfirsýnina. Fylgdu straumnum til okkar og taktu þátt í að skapa trausta undirstöðu fyrir þriðju orkuskiptin á Íslandi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnaumsjón heimlagna ber ábyrgð á móttöku, úrvinnslu og eftirfylgni allra heimlagnaumsókna. Starfið er samblanda af þjónustu við viðskiptavini Rarik og rafverktaka sem og hönnun á dreifikerfinu. Í starfinu felst einnig þjónusta við aðrar deildir og svið hjá okkur eftir því sem við á og að vinna í samræmi við verklagsreglur, verkferla, staðla, öryggisstjórnunarkerfi og gildandi reglugerðir hjá Rarik.

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að skipulagðri manneskju með opið og jákvætt hugarfar og framúrskarandi þjónustulund sem getur haldið mörgum boltum á lofti á sama tíma. Sveinspróf í rafvirkjun sem og góð tölvukunnátta er lámarkskrafa ásamt því að öll reynsla af vinnu við raflagnir og dreifikerfi er mikill kostur.

Advertisement published18. July 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Larsenstræti 4
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Hamraendar 2
Þverklettar 2, 700 Egilsstaðir
Óseyri 9, 603 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags