
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.
Starfsfólk sviðsins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu, tryggir samræmi í framkvæmd og veitir stjórnendum ráðgjöf. Auk þess annast sviðið mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu í Ráðhúsi og annast gerð kjarasamninga. Auk þess leggur sviðið ríka áherslu á stöðugt og gott samstarf við stjórnendur og mannauðsþjónustu sviða með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar og leggja grunn að góðri vinnustaðamenningu.

Launaráðgjafi á launaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar óskar eftir kraftmiklum og lausnamiðuðum einstakling í starf launaráðgjafa. Leitað er að jákvæðum og nákvæmum liðsfélaga með góða samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfið SAP.
Launaskrifstofu Reykjavíkurborgar sinnir launavinnslu fyrir Reykjavíkurborg og sér m.a. um:
- Greiðslu launa og launatengdra gjalda
- Skil á staðgreiðslu launa
- Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa
- Fræðslu og gæðaeftirlit vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga auk fleiri verkefna
Skrifstofan er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skráning og yfirferð ráðninga- og launagagna
- Eftirlit með rafrænni skráningu
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga
- Leiðbeiningar og ráðgjöf til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt mötuneyti
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Heilsu- og samgöngustyrkur
- Sundkort
- Menningakort
Advertisement published17. September 2025
Application deadline30. September 2025
Language skills

Required
Location
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
ProfessionalismPayroll processingHuman relationsPrecisionPublic administration
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

þjónustufulltrúi
Stólpi Gámar ehf

Þjónustusvið - flugfrakt
Torcargo

Launafulltrúi
Hagvangur

Þjónustu og samskiptafulltrúi
Skólamatur

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland ProTravel

Corporate Services Assistant
British Embassy Reykjavik

Aðstoðarmaður sviðsstjórnar
Verkís

Fulltrúi í þjónustu
Þjóðskrá

Vandvirkur bókari
Bókhaldsstofa

Þjónustufulltrúi í þinglýsingum
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn

Lögfræðingur
Útlendingastofnun