
Festi
Festi hf. er eignarhaldsfélag sem í dag rekur fimm rekstrarfélög, N1, Krónuna, ELKO, Bakkann vöruhótel og Festi fasteignir.
Dagleg starfsemi félagsins skiptist annars vegar í rekstur stoðþjónustu fyrir rekstrarfélögin og hins vegar í fjárfestingarstarfsemi.

Hópstjóri launavinnslu Festi samstæðunnar
Vilt þú leiða launavinnslu hjá einni stærstu samstæðu landsins með yfir 2.700 starfsmenn? Við leitum að reyndum og metnaðarfullum einstakling til að leiða öflugt teymi sérfræðinga í launavinnslu og þróa áfram skilvirka og örugga ferla í launavinnslu og öfluga upplýsingagjöf til stjórnenda
Um hlutverkið
Sem hópstjóri launavinnslu berð þú ábyrgð á daglegum rekstri og umbótum á sviði launamála fyrir öll félög innan samstæðunnar. Þú munt leiða teymi sérfræðinga og vinna með mannauðs-, fjármála- og rekstrardeildum samstæðunnar. Þú munt gegna lykilhlutverki í þróun stjórnendaupplýsinga og nýtingu tækni í launavinnslu og upplýsingagjöf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með á allri launavinnslu samstæðunnar
- Tryggja rétta framkvæmd launagreiðslna, lögmæti og skil
- Innleiða umbætur, sjálfvirknivæðingu og stafræn verkfæri
- Þróa ferla og verklag í samræmi við reglur og góða stjórnarhætti
- Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsteymis um launatengd málefni
- Halda utan um samskipti við lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
- Þátttaka í áætlanagerð og mannaflaspá
Menntunar- og hæfniskröfur
- Víðtæk þekking og reynsla af launavinnslu og kjarasamningum nauðsynleg
- Reynsla af stjórnun og leiðtogahlutverki
- Frumkvæði og færni í að leiða umbætur og nýjungar
- Mjög góð tölvukunnátta og reynsla af H3
- Skipulagshæfni, nákvæmni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Advertisement published10. May 2025
Application deadline20. May 2025
Language skills

Required
Location
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags