
Skjól hjúkrunarheimili
Skjól er rótgróið, faglegt og öflugt hjúkrunarheimili með reyndu og góðu starfsfólki. Skjól var fyrsta hjúkrunarheimilið í Reykjavík sem byggt var frá grunni með hjúkrunarrými eingöngu. Í gegnum árin hafa ýmsar breytingar átt sér stað og áskorun hjúkrunarheimila á hverjum tíma er að standast tímans tönn, fylgjast með rannsóknum, uppfæra starfsaðferðir og leiðir í þjónustu og umönnun íbúa og hafa alltaf virðingu og fagmennsku að leiðarljósi. Laugaskjól, sambýli fyrir minnissjúka er rekið undir stjórn deildar á 4. hæð heimilisins.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Hjúkrunardeildarstjóri - Skjól
Laus er sérstaklega spennandi staða hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Deildarstjóri er leiðandi í allri starfssemi á tvískiptri deild, hefur frumkvæði, getur unnið sjálfstætt en um leið mikilvægur hluti af teymisvinnu. Hann skipuleggur og stjórnar daglegri starfsemi og tekur þátt í þverfaglegu samstarfi og spennandi framþróun. Hann er lykilaðili í faglegu og metnaðarfullu starfi þar sem virðing, vellíðan og virkni eru leiðarljós í leik og starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg, rekstrarlega og starfsmannaábyrgð í samræmi við stefnu og markmið heimilisins.
- Ábyrgðarskylda gagnvart heimilinu, skjólstæðingum, aðstandendum og samstarfsfólki.
- Skipulag og þróun á starfsemi í samræmi við þarfir þjónustuþega - í samstarfi við aðrar starfsstöðvar.
- Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar.
- Ráðgjöf og fræðsla til íbúa og aðstandenda.
- Teymisvinna innan heimilis.
- Seta í hjúkrunarráði sem ábyrgðaraðili.
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá Embætti landlæknis.
- Góð íslenskukunnáttu er skilyrði
- Reynsla af stjórnun er kostur.
- Viðbótarnám sem nýtist í starfi er kostur.
- Reynsla af RAI-mælitækinu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, jákvæðni og framúrskarandi samskiptafærni
- Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
Advertisement published10. September 2025
Application deadline23. September 2025
Language skills

Required
Location
Kleppsvegur 64, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveNursePositivityConscientiousIndependence
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Hjúkrunarfræðingur óskast á húðmeðferðarstofu
HÚÐIN Skin Clinic

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á endurhæfingardeild Grensás
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu

Viltu vera hluti af frábæru teymi? Öflugur málastjóri óskast í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Landspítali

Viðskiptastjóri
Alvogen ehf.

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Aðstoðardeildarstjóri - Dauðhreinsun
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - heilbrigðisþjónusta fangelsinu Hólmsheiði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Aðstoðardeildarstjóri á Sjúkrahóteli
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hvammi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hefur þú áhuga á skurðhjúkrun?
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur á ferð og flugi um borgina
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið