
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Heilsugæslan Miðbæ - móttökuritari
Heilsugæslan Miðbæ leitar að skemmtilegum, jákvæðum og lífsglöðum einstaklingi sem finnst gaman að taka á móti fólki í starf móttökuritara. Um er að ræða starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund viðkomandi. Ef þér finnst gaman að tala við fólk og veita framúrskarandi þjónustu þá viljum við gjarnan fá að hitta þig.
Um er að ræða 80-100% ótímabundið starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun, bókanir og móttaka skjólstæðinga
- Uppgjör í lok dags
- Afgreiðsla tímapantana í afgreiðslu
- Almenn upplýsingagjöf um starfsemi stöðvarinnar Flokkun á pósti og rafrænum sendingum ásamt skönnun og frágangi gagna
- Aðstoða hjúkrunarfræðinga eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám sem nýtist í starfi
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og rík þjónustulund
- Reynsla af móttökuritarastarfi æskileg
- Reynsla af Sögukerfi kostur
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn enskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Advertisement published17. September 2025
Application deadline29. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Vesturgata 7, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
Customer checkoutPositivityPhone communicationEmail communicationConscientiousPlanningCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

þjónustufulltrúi
Stólpi Gámar ehf

Gestamóttaka næturvörður/Reception Nightshift
Hótel Eyja ehf.

Þjónustusvið - flugfrakt
Torcargo

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
ÍSBAND verkstæði og varahlutir

Launafulltrúi
Hagvangur

Þjónustu og samskiptafulltrúi
Skólamatur

SPENNANDI STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU
Iceland ProTravel

Corporate Services Assistant
British Embassy Reykjavik

Aðstoðarmaður sviðsstjórnar
Verkís

Fulltrúi í þjónustu
Þjóðskrá

Vandvirkur bókari
Bókhaldsstofa

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn