Dalvíkurbyggð
Dalvíkurbyggð

Handmenntakennari

Vegna forfalla auglýsir Dalvíkurskóli eftir handmenntakennara tímabundið í 50% starfshlutfall frá 5. janúar til 5. júní vegna forfalla.

Næsti yfirmaður er deildarstjóri skólans.

Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni – virðing og vellíðan. Skólinn er teymiskennsluskóli, vinnur eftir aðferðum Uppbyggingarstefnunnar og Byrjendalæsis. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun í stuðningskennslu og koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur ríka áherslu á notkun snjalltækja í kennslu. Nánari upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Vinnur samkvæmt skólanámskrá, kennsluáætlunum.

·       Undirbýr kennsluáætlanir og endurmat.

·       Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska.

·       Foreldrasamstarf.

·       Umsjón með heimastofu.

·       Teymiskennsla

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.

·       Sérhæfð hæfni í handmenntarkennslu.

·       Starfsreynsla á grunnskólastigi.

·       Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur.

·       Góð færni í mannlegum samskipum.

·       Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

·       Þarf að geta unnið í teymi með öðrum.

·       Hreint sakavottorð.

Advertisement published15. December 2025
Application deadline29. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Dalvík , 620 Dalvík
Type of work
Professions
Job Tags