
Basecamp Iceland
Basecamp Iceland sérhæfir sig í ferðum um Ísland með smærri hópa, fjölskyldur, pör og einstaklinga. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og sveigjanleika. Ferðirnar okkar fara oft út fyrir hefðbundnar ferðamannaslóðir þar sem gestir fá að upplifa Ísland utan alfaraleiðar. Við vinnum með reyndum staðkunnugum leiðsögumönnum og setjum öryggi gesta ásamt framúrskarandi og persónulegri þjónustu ávallt í fyrsta sæti.

Framkvæmdastjóri
Basecamp Iceland leitar að skipulögðum og lausnamiðuðum framkvæmdastjóra með góða þekkingu á ferðaþjónustu á Íslandi. Hlutverkið er í fyrirtæki þar sem framkvæmdastjóri er eini fastráðni starfsmaðurinn og þarf að hafa getu til að aðlaga sig að árstíðarbundnum álagspunktum. Um sveigjanlegt 50% starfshlutfall er að ræða, með möguleika á auknu starfshlutfalli með tímanum. Viðkomandi starfar án staðsetningar eða að heiman.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur fyrirtækisins, reikningagerð, greiðsla reikninga og samskipti við endurskoðanda
- Bókanir ferða og afþreyingar, skipulagning ferða og samskipti við viðskiptavini
- Umsókn með ráðningum leiðsögumanna í ferðir og greiðsla launa
- Gerð rekstrar- og markaðsáætlana í samstarfi við stjórn félagsins
- Gæðastjórnun og úttektir ferða
- Umsjón með greiðslum vegna ferða og bókunarkerfinu Bókun
- Sækja ferðasýningar og ráðstefnur og kortleggja afþreyingu sem nýtist í ferðum á vegum fyrirtækisins
- Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á ferðaþjónustu á Íslandi er skilyrði
- Rekstrarskilningur og geta til að forgangsraða verkefnum í sveigjanlegu umhverfi
- Háskólanám sem nýtist í starfi er kostur
- Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð tölvufærni, reynsla af bókhaldskerfum og bókunarkerfum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti; önnur tungumál eru kostur
Advertisement published17. December 2025
Application deadline4. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Ferðaráðgjafi hópadeild
Kilroy

Markaðssérfræðingur
Kilroy

Verslunarstjóri - BYKO Suðurnesjum
Byko

Framkvæmdastjóri
Fimleikasamband Íslands

Framkvæmdastjóri - Stafræn þróun og gögn
Íslandsbanki

Verkefna- og rekstrarstjóri
Jökulá

Rekstrarstjóri umhverfis og veitna
Mosfellsbær

Þjálfari hjá Dale Carnegie
Dale Carnegie

Framkvæmdastjóri lækninga
Landspítali

FORSTÖÐUMAÐUR
Kötlusetur

Safnstjóri
Hvalasafnið á Húsavík ses.

Framkvæmdastjóri
Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.