Fimleikasamband Íslands
Fimleikasamband Íslands

Framkvæmdastjóri

Fimleikasamband Íslands (FSÍ) óskar eftir öflugum og metnaðarfullum framkvæmdastjóra sem hefur brennandi áhuga á uppbyggingu íþróttastarfs. Viðkomandi mun leiða daglegan rekstur sambandsins þar sem fagmennska og framtíðarsýn eru höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur sambandsins
  • Ábyrgð á fjármálum og samþykkt reikninga
  • Umsjón með almennum skrifstofustörfum og innri ferlum
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu framtíðarstefnu FSÍ í samráði við stjórn
  • Samskipti og samstarf við aðildarfélög, stjórn FSÍ, nefndir og starfshópa
  • Virk samskipti við Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) og aðra hagsmunaaðila innanlands og erlendis
  • Málsvari FSÍ gagnvart fjölmiðlum og samstarfsaðilum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri og stjórnun, helst innan íþróttahreyfingar eða sambærilegra félagasamtaka
  • Þekking og reynsla af stefnumótun
  • Góð samskiptahæfni og geta til að takast á við erfið og viðkvæm mál
  • Framúrskarandi skipulagsfærni og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sama tíma
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Þekking á íþróttahreyfingunni og starfsumhverfi ÍSÍ er kostur

Um Fimleikasamband Íslands
Fimleikasamband Íslands er eitt af sérsamböndum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og er æðsti aðili fimleikamála innan þeirra raða. FSÍ hefur það hlutverk að halda utan um fimleikaíþróttina á Íslandi og er þjónustuaðili fyrir félögin í landinu, iðkendur og foreldra þeirra. Það er hlutverk Fimleikasambandsins að vinna að framgangi fimleika á Íslandi með því að styðja félögin í uppbyggingu og að þjónusta sé til staðar fyrir öll börn, á þeirra forsendum.

Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku), þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Upplýsingar um starfið veitir Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Advertisement published12. December 2025
Application deadline6. January 2026
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Engjateigur 6
Type of work
Professions
Job Tags