Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri stoðþjónustu/sérkennari - Mýró

Mýrarhúsaskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum einstaklingi í starf deildarstjóra stoðþjónustu (50% starfshlutfall) og sérkennara (50% starfshlutfall).

Í Mýrarhúsaskóla eru um 340 nemendur í 1. – 6. bekk. Við skólann starfa um 60 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga, sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Einkunnarorð skólans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir daglegu starfi og kennir innan stoðþjónustu skólans ásamt því að sinna starfsmannahaldi þar eins og við á
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Tekur þátt í uppbyggingu öflugrar liðsheildar á vinnustaðnum ásamt stjórnunarteymi
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  •          Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
  •          Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
  •          Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur
  •          Kennslureynsla af sérkennslu
  •          Leiðtogafærni og vilji til að byggja upp sterka liðsheild
  •          Frumkvæði, jákvæðni og brennandi áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  •          Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  •          Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæði í vinnubrögðum og samviskusemi
  •          Stundvísi og samviskusemi
  •          Ánægja af starfi með börnum
Fríðindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
Advertisement published25. June 2025
Application deadline28. July 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Teacher
Professions
Job Tags