
COWI
COWI er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og yfir 7.500 starfsmenn sem vinna að um 10.000 verkefnum að staðaldri víða um heim. Í samvinnu við viðskiptavini vinnum við að því að móta þjónustu og lausnir á sviði sjálfbærni sem bæta lífsgæði fólks og komandi kynslóða. Þjónustusviðið okkar nær yfir verkfræði, arkitektúr, orku og umhverfismál.
Við trúum því að velsæld stuðli að betri frammistöðu og að betri frammistaða ýti undir vellíðan. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur munt þú starfa með fólki sem er ávallt reiðubúið að rétta fram hjálparhönd. Okkar helsta hvatning er að skapa vinnustað framtíðarinnar; umhverfi þar sem fólk fær að vaxa og dafna. Og þótt að verkefnin okkar séu stór og jafnvel alvarleg þá tökum við okkur sjálf mátulega hátíðlega.
Ef þú gengur til liðs við okkur verður þú hluti af alþjóðlegu samfélagi sérfræðinga þar sem gagnkvæm miðlun á þekkingu fer fram. Þú færð einnig tækifæri til þess að vinna þvert á landamæri og breyta áskorunum í sjálfbærar lausnir. Auk þess er starfsþróun mikilvægur þáttur sem við sinnum vel fyrir hvern og einn starfsmann. Allt þetta stuðlar að því að þú fáir að þróast og þroska nýja hæfni og við fáum verðmætan starfskraft með haldbæra þekkingu. Þannig erum við öll í fararbroddi grænna umskipta.

Brunahönnuður
Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Hefur þú brennandi áhuga á brunahönnun? Viltu fá tækifæri til að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis?
Helstu verkefni og ábyrgð
Við hjá COWI á Íslandi leitum að reyndum brunnahönnuði til að vinna að stórum, fjölbreyttum og spennandi verkefnum, bæði í hefðbundni mannvirkjagerð sem og á sviði iðnaðar- og orkuinnviða. Hjá COWI starfa um 70 brunahönnuðir um allan heim og eru boðleiðir stuttar í fjölbreytt þekkingarnet innan samstæðunnar. Í starfinu felast mörg tækifæri til að þróast og tækifæri fyrir réttan aðila að móta hlutverkið.
Helstu verkefni sem þú munt fást við
- Ráðgjöf og hönnun brunavarna og öryggismála í ýmis konar mannvirkjum.
- Eldvarnarúttektir á mannvirkjum.
- Hermun bruna og rýmingu húsa.
- Samskipti við hönnuði, yfirvöld og fleiri hagsmunaaðila.
- Skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun við hæfi í verkfræði eða tæknifræði.
- Sérhæfing í brunahönnun eða brennandi áhugi á brunavörnum.
- Að minnsta kosti 5 ára reynsla af brunahönnun er æskileg.
- Góð færni í skrifuðu og töluðu máli á íslensku.
- Jákvætt viðhorf og frumkvæði í starfi.
- Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
Við bjóðum líka uppá / We also offer
- Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika samhliða vinnu á starfsstöð.
- Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu.
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrki.
- Starfsmannafélag með fjölbreyttum viðburðum yfir árið.
- Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi.
- Starfsþróunarmöguleika innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræna þjálfun hjá COWI Academy.
- Árlegt heilsufarsmat.
Advertisement published13. December 2025
Application deadline5. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
Location
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
ConscientiousIndependenceEngineer
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Software Development Engineer
Nox Medical

Sviðsstjóri og Verkefnastjóri hjá Faxaflóahöfnum sf.
Faxaflóahafnir sf.

Sérfræðingur í mannvirkjagerð
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Regulatory Affairs Specialist
Nox Medical

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda
Eining Verk

Verkefnastjóri í Lánastýringu
Íslandsbanki

Rekstrarstjóri umhverfis og veitna
Mosfellsbær

Data Centre Mechanical Manager - Iceland
Verne Global ehf

Data Centre Electrical Manager - Iceland
Verne Global ehf

Project Administrator - Data Centre
Verne Global ehf

Skipulagssvið Akureyrarbæjar: Verkefnastjóri byggingarmála
Akureyri

Verk- eða Tæknifræðingur
PSC ehf