
Iðan fræðslusetur

Undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í vélvirkjun
Styrktu verklega og fræðilega færni fyrir sveinspróf í vélvirkjun – öflugt undirbúningsnámskeið með verklegum æfingum og yfirferð prófefnis.
Fyrir hverja:
Fyrir nema í vélvirkjun sem stefna á að taka sveinspróf og vilja skerpa á helstu atriðum sem prófað er í.
Markmið:
Að efla verklega og fræðilega færni þátttakenda og undirbúa þá sem best fyrir sveinspróf í vélvirkjun.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
- Bilanagreiningu
- Slitmælingar
- Pinnasuðu
- MIG/MAG-suðu
- TIG-suðu
- Logskurð
- Logsuðu og kveikingu
- Yfirferð eldri sveinsprófa
Að loknu námskeiði á nemandi að:
- Geta framkvæmt grunnatriði bilanagreiningar á vélbúnaði
- Kunna að framkvæma slitmælingar með viðeigandi tækjum og tólum
- Beita réttum aðferðum við pinnasuðu, MIG/MAG-suðu, TIG-suðu og logsuðu
- Meta eigin verklega hæfni í tengslum við prófkröfur sveinsprófs
- Vera betur undirbúinn undir þau verkefni sem koma fyrir á sveinsprófi í vélvirkjun
Aðrar upplýsingar:
Nemendur þurfa að hafa lokið vélvirkjanámi og ferilbók. Klæðnaður á námskeiði er viðeigandi öryggisbúnaður (vinnuskór, hlífðargleraugu, hanskar).
Hefst
8. jan. 2026Tegund
StaðnámDeila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar