

Hlutabréfafjárfestingar með hjálp gervigreindar
Hlutabréfafjárfestingar með hjálp gervigreindar
Námskeiðslýsing:
Viltu taka fyrsta skrefið í átt að fjárhagslegu frelsi? Þetta byrjendanámskeið kennir þér hvernig þú getur fjárfest á hlutabréfamarkaði með skýrri stefnu, góðri yfirsýn – og með aðstoð gervigreindar. Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vilja læra frá grunni og taka upplýstar ákvarðanir um fjárfestingar, sérstaklega í bandarískum og alþjóðlegum fyrirtækjum.
Við einblínum á value investing – verðmætafjárfestingarstíl sem byggir á að finna traust og stöðug fyrirtæki á hagstæðu verði, að hætti fjárfesta eins og Warren Buffett, Charlie Munger, Terry Smith og François Rochon.
Námsefni er allt á ensku, en kennt er á íslensku.
Þú þarft enga fyrri reynslu – aðeins áhuga á að læra.
Hvað þú lærir:
Námskeiðið samanstendur af 19 hnitmiðuðum köflum sem taka þig frá grunnatriðum yfir í það að geta greint fyrirtæki og mótað þína eigin fjárfestingastefnu.
-
Grunnatriði hlutabréfamarkaðarins
-
Hvers vegna hlutabréf eru eitt besta langtímafjárfestingartækið
-
Hvernig á að forðast algeng byrjendamistök og fjárfestingasvindl
-
Sálfræði fjárfesta – hvernig tilfinningar geta skaðað ávöxtun
-
Notkun gervigreindar og tækni við val á hlutabréfum og greiningu
-
Hvernig á að lesa reikningsskil og meta raunverulegt virði fyrirtækja
-
Hvernig á að stofna aðgang hjá verðbréfamiðlara
-
Hvernig á að dreifa áhættu og byggja upp öflugt eignasafn
-
Að nota verkfæri eins og DCF-greiningu og lykiltölur til að meta fyrirtæki
-
Hagnýtar æfingar og raunveruleg dæmi gera námskeiðið hagnýtara
Fyrir hverja er þetta námskeið?
-
Byrjendur sem vilja skilja hvernig hlutabréf virka
-
Þeir sem vilja fjárfesta á alþjóðlegum mörkuðum (ekki íslenskum)
-
Einstaklingar sem vilja nýta gervigreind til að styðja við ákvarðanatöku
-
Allir sem vilja byggja upp fjárhagslegt sjálfstæði með langtímahugsun
Af hverju að taka þátt?
-
Aðferðir byggðar á gildum og innsýn farsælla fjárfesta eins og Warren Buffett, Charlie Munger, Terry Smith og François Rochon
-
Hagnýt nálgun með æfingum og raunverulegum dæmum
-
Nútímaleg kennsla með áherslu á AI og stafræna greiningartækni
-
Engin reynsla nauðsynleg – þú lærir skref fyrir skref á þínum hraða
Upplýsingar um námskeiðið:
Dagsetning: 27.–28. september
Lengd: Heildarlengd er 5–6 klst yfir tvo daga
Verð: 19.900 kr. (eingreiðsla)
Skráðu þig í dag
Lærðu að fjárfesta með öryggi, aga og innsýn. Með aðgengilegu efni, gagnlegum verkfærum og leiðsögn í gegnum raunverulegar aðstæður færð þú öll tæki og tól til að taka upplýstar ákvarðanir og byggja upp þína eigin leið til fjárhagslegs sjálfstæðis.